4.10.2017 | 21:22
Merki Miðflokksins
Mikið er hugarflug Godds. Maðurinn fer með himinskautum.
Tilvísun í Davíð Stefánsson og Jónas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2017 | 22:53
Kynjagreining fjárlaga
Skattalækkun er af samsköttun hlýst er sögð lenda hjá körlum að mestu leiti. Vafalaust rétt, en þeir eru oftar en ekki aðalfyrirvinna heimilis. En tekjur þeirra eru þá um leið hluti af ráðstöfunartekjum viðkomandi heimilis, oft uppistaðan í þeim reyndar. Aukist ráðstöfunartekjur þessara karla, aukast ráðstöfunartekjur viðkomandi heimilis, en ekki bara karlsins. Þetta á auðvitað líka við um eiginkonur og tekjur þeirra.
Þessi kynjagreining fjárlaganna er því undir belti.
91% samsköttunar verður körlum í hag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2017 | 13:03
Fóstureyðingar
Erum við ekki öll sammála því að konur eigi að ráða yfir líkama sínum. Ef við ætlum að þvínga konur til að ganga með börn sem þær vilja ekki, hvert er þá næsta skref; lögleiða nauðganir, og hvað svo?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
29.6.2017 | 10:57
Aukið slit af nagladekkjum
Það er synd að Özur skuli ekki láta þess getið hverjir gerðu þessa "rannsókn frá í fyrra", en ég leyfi mér að efast stórlega um niðurstöður hennar hvað nagladekkin varðar. Tölur Hjálmars hljóma mun trúlegar, en þetta mun vera nánast í fyrsta skipti sem ég er Hjálmari sammála í nokkru máli.
Það vita allir að nagladekkin eru mesti skaðvaldurinn fyrir götur borgarinnar. Naglarnir beinlínis fræsa upp malbikið, sem m.a. skýrir alla þá rykmengun sem mælist í borginni á þurrum vetrardögum.
Borgarfulltrúi styðst við 27 ára gamla rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2017 | 22:34
Vopnaburður lögreglu
Því minni afskipti, sem misvitrir stjórnmálamenn hafa af því hvernig lögreglan gætir öryggis okkar borgaranna, því betra. Það er sorglegt að sjá VG fólk og fleiri reyna að slá sér upp á þessu máli. Þau verða fyrsta fólkið til að ráðast á lögregluna ef hún reynist vanbúin þegar eitthvað slæmt gerist. Svo ómerkileg eru nú stjórnmálin og sumir þeirra þjónar.
Frétti af vopnaburði í fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2017 | 12:49
Borgarlínan
Nær allir samgöngusérfræðingar virðast ganga út frá því að lestar og strætisvagnar séu samgöngutæki fortíðarinnar, sem muni leggjast af á næstu 30 árum eða svo. Þetta kom m.a. fram á morgunverðarfundi hjá Íslandsbanka um þetta efni fyrir skemmstu. Þetta brölt okkar er því hálf broslegt, en um leið grátlegt, þar sem reiknað er með tug milljarða fjárfestingu til að koma almenningssamgöngum í 12% af umferðinni.
Þá megum við ekki gleyma að í umræðu umborgarlínuna fyrir örfáum vikum var rætt um allt að 150 milljarða kostnað, sem nú er allt í einu orðinn einungis 63 til 70 milljarðar. Áætlanagerðin um þetta virðist því vera mjög á reiki enn sem komið er.
Hér er stefnt að gríðarlegri og ábyrgðarlausri eyðslu á almannafé, til að ná mjög litlum árangri í almenningssamgöngum. Þetta kerfi mun verða óbærilegur baggi á komandi kynslóðum, Harpan fellur alveg í skuggan.
Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2017 | 14:08
Skipun dómara í landsrétt.
Síðustu tvo áratugi eða svo hefur verið vaxandi tilhneyging í stjórnkerfi hins opinbera, að auka vald embættismanna og takmarka um leið hið pólitíska vald ráðherra og annarra líðræðislega kjörinna fulltrúa kjósenda.
Nýjasta dæmið er skipun dómara í landsrétt. Þar virðast heimildir ráðherra mjög takmarkaðar, og það svo að ráðherra virðist varla heimilt að leggja í dóm þingsins aðra tillögu en þá sem kom frá hæfismatsnefndinni.
Þetta þýðir í raun að meira að segja alþingi er ekki heimilt að taka fram fyrir hendur þessarar nefndar, sem aldrei verður gerð ábyrg fyrir gerðum sínum, hvorki nefndin í heild né einstakir meðlimir hennar.
Þetta er hættuleg þróun, sem dregur úr hinu valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa, og kann að vera ein ástæða þess, að ungt fólk tekur í sífellt minni mæli þátt á lýðræðislegum kosningum. Pólitískir fulltrúar hafa sífellt minni völd, sem sem í æríkari mæli eru færð til embættismanna.
Þetta er gjarnan rökstutt með því að hið pólitíska vald sé svo spillt, og því sé betra að hafa valdið hjá embættismönnunum. En höldum við í alvöru að embættismennirnir séu minni spilltir en stjórnmálamennirnir? Hversu mikil börn getum við verið?
Ráðherrann ber ábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2017 | 12:38
Neytendasamtökin
Ber ekki framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna að virða og halda trúnað um það sem gerist á fundum stjórnar samtakanna? Eða þekkir hann kannski ekki hugtakið?
Ólafur birtir fundargerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2017 | 14:05
Borgarlínan - hrein geðveiki
Er fólk í alvörunni að tala um borgarlínu, samgöngumannvirki sem kostað gæti 150 milljarða. Það er tæplega hálf milljón á hvert einasta mannsbarn í landinu, tvær milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Halló, hversu mikið mætti ekki bæta núverandi samgöngukerfi fyrir fjórðung þessarar fjárhæðar.
Þetta er ótrúleg pólitísk fyrring, og líklega heimsmet í mikilmennskubrjálæði.
Skoða aukagjöld á bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2017 | 13:25
áfengislöggjöfin
Það er ótrúlegt hvað stuttbugsnahreyfing sfálfstæðisflokksins endist til að verða sjálfri sér og flokknum öllum til minkunar á hverju einasta ári vegna áfengislöggjafarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill þó alls ekki breyta.
Furðuleg þráhyggja þessa unga fólks.
Vín fari ekki í matvöruverslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)