Vopnaburður lögreglu

Því minni afskipti, sem misvitrir stjórnmálamenn hafa af því hvernig lögreglan gætir öryggis okkar borgaranna, því betra.  Það er sorglegt að sjá VG fólk og fleiri reyna að slá sér upp á þessu máli.  Þau verða fyrsta fólkið til að ráðast á lögregluna ef hún reynist vanbúin þegar eitthvað slæmt gerist.  Svo ómerkileg eru nú stjórnmálin og sumir þeirra þjónar.


mbl.is Frétti af vopnaburði í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála Guðlaugur.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 10:29

2 identicon

Með því að ýkja hættuna og hræða samborgarana á lögreglan auðveldar með að ná fram sínum málum. Vopnaburður hennar á fjölskylduskemmtun er pólitísk aðgerð en ekki öryggis. Enda kemur fjöldi fólks saman á hverjum degi í skólum, bíóum og víðar án þess að vopnuð lögregla gæti öryggis þeirra. Þeim peningum hefði verið betur varið í að koma í veg fyrir raunveruleg dauðsföll í umferðinni eða sveltu heilbrigðiskerfi. 

Lögreglan vill aukin framlög. Hún vill vopn. Og hún vill fá að hlera síma, leita á heimilum og fangelsa grunaða án aðkomu dómara. Lögreglan treystir því að almenningur sé tilbúinn til að fórna frelsi sínu og réttindum til að öðlast öryggi. Og þá er best að skapa óöryggi og hræðslu.

Espolin (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband