Sýklalyfjaónæmi eykst

Sífelld aukning sýklalyfjaónæmis er ekki síst vegna óheftrar notkunar sýklalyfja í landbúnaði, einkum kjötframleiðslu.  Nauðgripum, svínum, kjúklingum og kalkúnum er gefið fóður sem sýklalyfjum er blandað í, þannig að þessar skepnur eru allan eldistímann fóðraðar á sýklalyfjablönduðu fóðri.  Þetta er gert til að hraða vexti gripanna. Afleiðingin er síðan að allt kjöt sem við neytum er mengað sýklalyfjum.

Þanig eru sýklalyfin komin inn í fæðukeðjuna og valda því að við erum í raun aldrei alveg án sýklalyfja í blóði, og æfleiri bakteríur mynda ónæmi fyrir lyfjunum. 

Læknum verður því aðeins að litlu leiti kennt um þessa þróun.


mbl.is Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi og skoðanafrelsi

Er ekki rétt að leyfa fólki að hafa sínar skoðanir, og leyfa því að tjá þær í jafnt töluðu sem rituðu máli.  Þeir sem óttast Islam eiga ekki í neinum vandræðum með að færa rök fyrir þeim skoðunum sínum,  

Þannig er nú einfaldlega framkoma Islamskra hriðjuverkahópa, að hún vekur ótta.  Islamstrúarfólk gerði vel í að muna það og sýna þeim skilning sem óttast Islam.


mbl.is Sorglegt að fá svona mann til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framúrkeyrsla í Vaðlaheiðargöngum

Það er auðvitað alveg satt hjá Katrínu Jakobsdóttur að það var "sóðalega" að þessari framkvæmd staðið í upphafi, eins og hún sjálf kýs að orða það.  En það var einmitt forveri hennar í formannsstóli Vinstri Grænna, Steingrímur J. Sigfússon, sem barði þessa framkvæmdaáætlun í gegnum þingið á sínum tíma.  Þetta átti að vera "einkaframkvæmd" með bakábyrgð ríkissjóðs, en er nú orðin ríkisframkvæmd alfarið, einkum vegna alvarlegrar framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun.  

En sennilega var upphafleg kostnaðaráætlun óraunhæf, byggð á pólitískum vilja Steingríms J. Sigfússonar einum saman, en lítilli skynsemi.  Steingrímur vissi að það þurfti hógværa áætlun til að koma framkvæmdinni í gegnum þingið, og að aldrei yrði við framkvæmdina hætt eftir að hún væri komin af stað. Dæmigert óábyrgt íslenskt stjórnmálasukk.

Það er hins vegar sjálfsagt að óska hlutaðeigandi byggðarlögum fyrir norðan til hamingju með mannvirkið.  Það á örugglega eftir að gleðja marga á erfiðum vetrardögum og þó líklega ekki síður vetrarnóttum.


mbl.is Óviðunandi framúrkeyrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok siðmenningarinnar en ekki heimsins.

Engar lýkur eru á endalokum heimsins, og eru örugglega fáir að búa sig undir þau, en endalok núverandi siðmenningar gætu verið nær en við hyggjum, þótt við vonum auðvitað að svo sé ekki. Fyrirsögn þessarar fréttar er því bæði röng og villandi.


mbl.is Búa sig undir endalok heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan ekki heppileg

Það er dapurlegt að heyra ráðamenn hallmæla krónunni, þegar nær öllum hagfræðingum, sérílagi erlendum, ber saman um að einmitt krónan hafi bjargað okkur í gegnum hrunið.

Það er hagstjórnin sem hefur brugðist og leyft gengi krónunnar að hækka sífellt undanfarin misseri, og kenna um of miklu innstreymi gjaldeyris í ferðamannaiðnaðinum.  Hvernig fara þær þjóðir að sem áratugum saman hafa innstreymi gjaldeyris langt um fram útstreymi.  Má þar nefna Norðmenn dæmi.  Olíuiðnaður þeirra hefur skapað gríðarlegt innstreymi gjaldeyris áratugum saman þannig að norska þjóðin er nú með auðugri þjóðum heims.  Þeir hafa ráðið við þetta hagstjórnarvandamál mjög auðveldlega.  Þeir láta Olíusjóðinn svokallaða kaupa allan umfram gjaldeyri, sem síðan er alfarið fjárfestur erlendis, en ekki innlands í Noregi.  Þetta er nú ekki neitt voðalega flókið þegar allt er skoðað.  Við gætum auðveldlega notað saman ráð.

 


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ládeyða án fordæma

Það þarf engan að undra þessa ládeyðu þegar haft er í huga hver er forstöðumaður skipulagsstjórnar borgarinnar.  Hann vill engri lóð úthluta nema það sé liður í þéttingu byggðar.  Engum lóðum er úthlutað í úthverfum og hefur svo verið frá því fyrir hrun.  


mbl.is Ládeyða án fordæma á lýðveldistímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjallastefnan býður þvottaþjónustu

Flest er nú hægt að hafa á hornum sér.  Hefur þingmaðurinn ekkert mikilvægara um að hugsa.  Brennur þetta mál svo á almenningi að það sé nauðsynlegt að taka upp dýrmætan tíma þingmanns eða þingmanna um efnið.


mbl.is Gagnrýnir þvottaþjónustu Hjallastefnunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir

Hafði þá Trump eitthvað til síns máls eftir allt saman? Og kannski Sverrir Stormsker líka?  Auðvitað eru falskar fréttir á netinu, þar sem engin ritstjórn er og hver og einn einstaklingur gerir það sem honum sýnist. 

 

Ég fékk á tímabili mikinn og tíðan póst frá Amerískri fréttaveitu sem kallar sig NewsMax.  Þar var algengt að sjá fréttir sem maður heyrði síðan ekkert um á neinum viðurkenndum fréttamiðlum.  Sennilega var eitthvað af þeim einfaldlega uppspuni.  Einkum getur þetta átt við fréttir þeirra af þróun mála á Wallstreet.


mbl.is Falsfréttir víða á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja fordæma ferðabann Trumps

Það er gott og blessað að fordæma þetta kjánalega ferðabann Bandaríkaforseta, en eigum við þá ekki að fordæma í leiðinni Pútín, forseta Rússlands, fyrir að fella nánast niður refsingar við heimilisofbeldi?  Hvað finnst ykkur um það?


mbl.is Alþingi fordæmi tilskipunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám einkaleyfis ATVR

Aldrei þessu vant styð ég Birgittu Jónsdóttur.  Setjum þetta mál í þjóðatkvæði og afgreiðum það þannig útaf borðinu í eitt skipti fyrir öll.  Greiðvikni sjálfstæðismanna við Haga virðist ekki eiga sér nein skinsamleg takmörk.  En Hagar eru það fyrirtæki sem mest mun hagnast á þessari breytingu á fyrirkomulagi áfengissölu í landinu.


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband