Borgin og gyðingasamfélagið

Það hlaut auðvitað að reka að því að þessir vesalings fáráðlingar sem rekið hafa borgina alltof lengi ynnu íslensku þjóðinni alvarlegt tjón, en aldrei datt mér í hug að þeim tækist að koma okkur í viðskiptastríð við eitt mesta peningaveldi heims, sem er gyðingasamfélagið á vesturlöndum.  

Hvað gerir þetta fólk næst?  Nú eiga fjölmörg íslensk útflutningsfyrirtæki skaðabótakröfur á borgina.  Hvað ætla borgaryfirvöld að gera í því?


mbl.is „Geta ekki leyft sér hvað sem er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamenn

Hvar ætlum við að finna húsnæði fyrir 1500 til 2000 manns?  Okkur vantar húsnæði nú þegar yfir okkur sjálf.  Er einhver með lausn á því?


mbl.is „Gætum tekið við 1500-2000 manns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarkleysi stjórnarandstöðunnar.

Þarna mæltist Gunnari Braga vel.  Það er með eindæmum hvað stjórnarandstaðan leyfir sér í málflutningi sínum.  

Þeir stóðu aldrei í lappirnar í neinu máli á meðan þeir voru í stjórn, en nú rífa þeir syndugan kjaft yfir öllu sem núverandi stjórn gerir, og brígsla henni um kjarkleysi, einræði, úrræðaleysi og óheiðarleika.  Þetta fólk mætti oftar horfa til eigin stjórnarsetu árin 2009-2013.  

Það var nú ekki alltaf beisið upplitið á þeirri stjórn.  Hana einkenndi oftast kjarkleysi, úrræðaleysi og óheiðarleiki, einkum gagnvart almenningi.  Sú stjórn, sem kenndi sig við norræna velferð, hefði einmitt átt að leiðrétta skuldir heimilanna, sem hún lofaði að slá skjaldborg um.  En reyndist síðan vera sú stjórn sem mestar byrðar vildi leggja á íslenskan almenning.  Og engin stjórn hefur legið eins hundflöt fyrir kröfum útlendinga eins og "norræna velfarðarstjórnin".

Það lán meira að segja svo mikið á þegar nýju bankarnir voru gefnir útlendingum, að það vannst ekki tími til að bera þá ráðstöfun undir alþingi, sem þó var lögskylt að gera.


mbl.is „Hvar er kjarkurinn?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna hálf miðursín

Þetta eru mjög skynsamlegar hugleiðingar hjá Hönnu Birnu, eins og hennar er von og vísa.  En er það eðlilegt að minnihluti Alkþingis geti tekið einstök mál meirihlutans í nær algjöra gíslingu, með þeim afleiðingum að meirihlutinn kemur ekki málum í gegnum þingið?  Er þá ekki hugsanlega verið að gjalda breytta umræðumenningu í þinginu of dýru verði?  Hvað finnst fólki um það?


mbl.is Hanna Birna: „Er hálf miður mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrunið kostaði minna

Dettur einhverjum í hug að trúa skýrslu sem kostuð er af kröfuhöfum gömlu bankanna?

 


mbl.is Hrunið kostaði minna en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moska á Íslandi

Það var fróðlegt að heyra skoðun Ingibjargar Sólrúnar um helgina.  Það vill auðvitað enginn íslendingur að róttækir múslimar festi rætur á Íslandi, með því til dæmis að fjármagna byggingu mosku hérlendis.  Allt skynsamt fólk veit að róttækir múslimar hafa allt aðra siði og venjur en við íslendingar.  Þeir til dæmis bera allt aðra og minni virðingu fyrir mannslífum en við gerum, afstaða þeirra til réttinda kvenna í samfélaginu er aftan úr miðöldum, og þannig mætti lengi telja.  Við þurfum ekki að fara lengra en til Tyrklands, sem þó er líðræðisríki, til að sjá hvernig þetta fólk hugsar allt öðru vísi en við.  Við eigum því að stíga hvert skref af yfirvegun í þessu umdeilda máli, moskumálinu.  Ingibjörg Sólrún stendur örlítið til hliðar við stjórnmálin, og virðist ekki háð hinum pólitíska rétttrúnaði, sem nú ríkis á Íslandi, og þorir að viðra sínar raunverulegu skoðanir.


mbl.is Engin moska án erlends fjármagns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt peningakerfi

Ég held við ættum að gjalda mikinn varhug við gagnrýni bankamanna á þessar hugmyndir.  Þeir þrýfast mjög vel í núverandi kerfi og vilja engar breytingar á því,  endaþótt þeir viti að kerfið sé þjóðhagslega stórhættulegt eins og hrunið sannaði best. Bankakerfið á Íslandi verður  að minnka ef við ætlum að komast hjá öðru bankahruni innan eins til tveggja áratuga.  Við skulum því skoða vel allar hugmyndir sem leiða til smækkunar bankakerfisins.


mbl.is Eins og að nota fallbyssu á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarmið Þorbjörns.

Auk þess að vera kuldalegt, miskunnarlaust og óásættsnlegt sjónarmið, þá er sjónarmið Þorbjörns líka hrokafullt, sjálfumglatt og siðlaust.  Það er í raun stórundarlegt og hneikslanlegt að heyra lækni tala svona.  Ég mundi ekki vilja hafa manninn fyrir heimilislækni.


mbl.is Fólk deyr á meðan ekkert gerist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótímabært að taka ákvörðun

Er ekki dálítill læknahroki í þessum hugleiðingum læknisins.  Væri ekki réttast að þeir sem um ræðir ráði því sjálfir hvort þeir fá þessar upplýsingar eða ekki.  Persónulega þætti mér það réttast.  Ég ber sjálfur ábyrgð á heilsufari mínu og lífi, en ekki læknirinn minn.  Þegar upp er staðið á þetta því að vera mín ákvörðun.  Ég ætti að geta sett mig í samband við Íslenska erfðagreiningu og látið flétta mér upp.  Ég á ekki að þurfa að setja mig í samband við einhverja lækna og fá þeirra heimild til að vita um heilsufarslegar horfur mínar.


mbl.is Ótímabært að taka ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að frelsa geirvörtuna

Þetta finnst mér ákaflega grunnhyggið uppátæki, sem jafnvel kann að hafa slæmar afleiðingar fyrir einhverja þátttakendur.  Hvað með til dæmis ungar stúlkur sem síðar hyggja á háskólanám í USA.  Ekki er ég viss um að inntökunefndir háskólanna þar séu jákvæðar gagnvart þeim stúlkum sem berað hafa brjóst sín á netinu.  Heimurinn er nú ekki kominn lengra en þetta í frelsinu þegar allt er skoðað.  Þá má líka spyrja sig að því hvort heimurinn verði eitthvað betri ef konur meiga vera berar að ofan á almannafæri. Mörg okkar eru nú bara fallegri í fötum en án þeirra.


mbl.is Biggi lögga er ekki hrifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband