Færsluflokkur: Bloggar
18.11.2019 | 22:42
Íbúakosningar
Dóra Björt, þú ert ótrúlegur hrokagikkur.
Málið er mjög umdeilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2019 | 22:07
Að frysta eignir Samherja
Helga er greinilega Ekki að hugsa um starfsfólk Samherja, en hvaða máli skiptir það þegar slá skal pólitískar keilur.
Vill að eignir Samherja verði frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2019 | 13:12
Kostnaður af meintri "vegferð" Vigdísar
Mér sýnist nú sem þessi tilvitnaði kostnaður borgarinnar af meintri "vegferð" Vigdísar nái varla hálfu prósenti af einum BAGGA hvað þá meira.
Það er alltaf svolítið broslegt eða jafnvel "tragíkómiskt" þegar meirihlutinn í borginni kvartar undan kostnaði af hinum og þessum gerðum minnihlutans, þegar öllum er ljóst að núverandi meirihluti er borgarbúum dýrari en nokkur annar meirihluti fyrr og síðar.
Stjórnleysið í nærfellt öllum málaflokkum borgarinnar er svo algjört að fádæma verður að teljast.
Vandræðaleg erindisleysa Vigdísar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2019 | 23:43
Hver sýndi hroka?
Gallinn við málfrelsið er að einhver getur móðgast, en samt viljum við málfrelsi þingmenn góðir. Því spyr ég; hver sýndi hroka í málinu, þingmenn eða dómarinn?
Þetta er bara mjög móðgandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2019 | 23:13
Einnig verið að framleiða hjartasjúklinga
Það gleymist gjarnan í umræðunni um notkun verkjalyfja að mörg þeirra, svo sem Ibufen, stórauka hættu á kransæðaþrengslum. Það er því ekki aðeins verið að framleiða öryrkja heldur einnig hjartasjúklinga. Hvorutveggja er dýrt fyrir heilsugæslukerfið og dregur úr lífsgæðum fólks.
Þetta mætti hæstvirtur ráðherra hafa í huga í störfum sínum.
Ríkið er að framleiða öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2019 | 18:36
Áfrýjun eða ekki á dómi MDE
Ég átta mig ekki alveg á því hvert Benedikt Bogason er að fara. Þá má vel taka dóminn til greina eins og hann kemur fyrir og laga sig að niðurstöðum hans, en skjóta honum samt til æðra dómsstigs. Þá þarf ekki að bíða eftir neinu, og við eigum stoltið eitt undir niðurstöðunni.
Ráðherra fór nokkuð geyst fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2019 | 13:13
Fjölmiðlar ósnertanlegir
Það ástand ríkir nú þegar víða á Vesturlöndum að fjórðavaldið, þ.e. fjölmiðlarnir, eru ósnertanlegir, og það er óspart notað til að koma höggi á andstæðinga, bæði í stjórnmálum og viðskiptum. Þetta er mjög áberandi í USA þar sem stærstu fjölmiðlarnir eru margie hverjir undir stjórn demókrata eða republikana, og eru gjarnan notaðir til árása á pólitíska andstæðinga.
Fjölmiðlar verði ósnertanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2019 | 16:22
"Orkuskiptin"
Þegar við tölum um orkuskipti erum við fyrst og fremst að tala um breytingu á orkunotkun okkar úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn, ef ég skil málið rétt. En rafmagnið verður ekki til úr engu. Það er framleitt fyrst og fremst með þrennum hætti:
a) með vatnsorku - sem í mörgum löndum er nánast fullnýtt.
b) með kjarnorku - fæstir vilja sjá aukna notkun hennar, sem kann þó að verða nauðsynlegt.
c) með jarðefnaeldsneyti - en þannig framleitt rafmagn er ekki græn orka.
Mér er því spurn hvar við ætlum að fá aukið rafmagn til orkuskiptanna margumtöluðu, án þess að því fylgi sama mengun og við ætluðum að forðast?
Þá erum við sífellt að tala um bifreiðanotkun, sem aðeins er ábyrg fyrir ca. 12% af heildarmenguninni, en enginn talar um mengun af flugvélum og skipum, sem eru mun stærri mengunarvaldar en bíllinn. Þetta helgast sennilega af því að enginn vill ræða mengun af túrisma heimsins, sem heldur uppi hagvexti og afkomu fjölda þjóða, m.a. okkar hér á Íslandi. Og enginn vill heldur ræða mengun vegna skipaflutninga á neysluvörum, sem líka snerta hagvöxtinn og persónulega afkomu fólks.
Það er því hárrétt hjá umhverfisráðherra að þetta er ekki auðleyst vandamál, og sennilega er það mun stærra en ráðherrann lætur í veðri vaka. Því er ekki holt að ræða þetta mál í einhverjum pólitískum patentlausnum, helddur er nú komið að okkur að leggja höfuðið í bleyti fyrir alvöru. Ég tek fram að ég er ekki með þessu að deild á umhverfisráðherra, heldur þvert á móti, ég held að hann geri of lítið úr málinu, ef eitthvað er. Mér finnst hins vegar að ekki sé verið að tala í raunhæfum lausnum, enda eru þær sennilega vandfundnar.
Mikil vitundarvakning á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2019 | 13:33
Þorsteinn kurteis og ljúfur
Ég kannast við Þorstein frá skólaárum okkar og hann var alltaf kurteis og ljúfur drengur Svo er greinilega enn. Þetta vill maður sjá hjá þingmönnum.
Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2019 | 09:35
Pólitískir þræðir
Víða liggja pólitískir þræðir samfylkingarinnar, og heita nú mannleg mistök.
Mannleg mistök Þjóðskrár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)