Oslóartréð

Svona svona, við skulum nú ekki alveg fara á límingunum.  Norðmenn þurfa að spara líka, olíugróðinn gæti farið minnkandi á næstu áratugum.  Ég er mjög hallur undir þessa hugmynd að Kópavogur gefi Reykvíkingum jólatré næst.  Kópavogur er öflugt sveitarfélag og því betur í stakk búið að bera þennan bagga heldur en Oslóborg.
mbl.is Eigum fallegri grenitré sjálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusar starfsmanna í fjármálafyrirtækjum.

Ég verð að viðurkenna að þessi frétt veldur mér alvarlegum vonbrigðum.  Er þetta virkilega eitt brýnasta málið sem koma þarf í gegn fyrir þinglok?
mbl.is Bónusar gætu orðið heil árslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mr. Belfort

Þrátt fyrir allt sem menn reyna að segja gott um Belfort þennan, þá tengist nafn hans og persóna alltaf því hömlulausa siðleysi sem hann gerði sig sekan um, og hann hafði miljarða dollara af alsaklausu fólki sem hann beitti sölutækni sinni á.  Heiðarlegt fólk ætti því að varast að tengja nafn sitt eða persónu við þennan mann.  Og enginn ætti að tileinka sér vinnuaðferðir hans eða vinnutækni í fjármálalífinu.
mbl.is Burtséð frá ruglinu þá virkaði sölukerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði í íslensku viðskiptalífi.

Það vekur furðu að við Íslendingar skulum vera að flytja þennan mann hingað til lands til að kenna t.d. starfsfólki íslenskra fjármálafyrirtækja söluaðferðir sínar, sem þó áttu þátt í að maðurinn var dæmdur til fangelsisvistar í Bandaríkjunum.

Maður spyr sig hvaða siðferði býr að baki þeirri viðskiptahugmynd að fá afbrotamanninn Jordan Belfort til fyrirlestrahalds á Íslandi, og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort íslenskir bankamenn muni sækja fyrirlestra Belforts.  Það gæti auðveldað fólkiað velja sér viðskiptabanka í framtíðinni.


Ef þið klippið ekki allt til.

Það er nú eðlilegt að ráðherrann sé hræddur við klippingar RUV á viðtölum, þar sem fréttamenn á RUV eru þekktir fyrir það að klippa viðtölin þangað til út úr þeim kemur það sem þeim líkar.
mbl.is „Ef þið klippið ekki allt til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfur á Wallstreet

Hvernig dettur mönnum í hug að flytja hingað til lands afbrotamann til þess að halda fyrirlestur um sölutækni í verðbréfaviðskiptum?  Lærðum við ekkert af hruninu.  Maðurinn var dæmdur fyrir auðgunarbrot og fjárglæfra og svo ætlum við að selja inná fyrirlestur hans uppi á Íslandi.  Þetta er hreint út sagt ótrúlegt og gengur út yfir allan þjófabálk í bókstaflegri merkingu.
mbl.is Úlfurinn á Wall Street til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll Árnason í selfie hópinn

Fyrr mán nú vera bölvuð athyglissýkin í sumu fólki.  En fólk verður auðvitað að flagga því sem það hefur, ef það vill endilega flagga sér á annað borð.
mbl.is Árni Páll kominn í „selfie“ hópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynd svipt af fundagerðum

Þarna er Víglundur að vinna mjög gott starf og verður gaman að fylgjast með framvindu málsins.
mbl.is Leynd svipt af fundargerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa farið með skattfé Reykvíkinga

Hvernig dettur sæmilega skynsömu fólki í hug að eyða tíma og peningum í að skoða svona valkosti, þegar strax í upphafi liggur fyrir að brúttótekjur af svona lest duga ekki fyrir árlegum vöxtum af fjárfestingunni hvað þá rekstrarkostnaði eða afborgunum fjárfestingalána?  Liggur ekkert brýnna fyrir hjá stjórnendum Reykjavíkurborgar?  Er ekkert annað meira aðkallandi?
mbl.is Borgin skoðar háhraðalest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leigubílar í París.

Eins og frakkar eru nú skinsamir, þá ríður nú heimska þeirra í sumum málum ekki við einteyming.  Hvers vegna fjölga þeir ekki bara útgefnum leyfum til leigubílaaksturs og leysa málið í eitt skipti fyrir öll?  Sennilega er það kommúnisminn í frökkum sem veldur þessum einkennilega vanda þeirra. 

París er ein fallegasta höfuðborg Evrópu og um leið ein mesta ferðamannaborg álfunnar, en þar vantar tilfinnanlega fleiri leigubílstjóra.  Það ætti nú ekki að vera óyfirstíganlegur vandi að leysa, eða hvað?


mbl.is Leigubílastríð skollið á í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband