28.1.2018 | 13:19
Sigríður ekki ein á báti
Sigríður Andersen er ekki aldeilis ein á báti með þennan margumrædda dóm á bakinu.
1. Jóhanna Sigurðardóttir fékk á sig dóm fyrir brot á jafnréttislögum.
2. Svandís Svavarsdóttir fékk á sig dóm þegar hún var umhverfisráðherra. Tengdist virkjunum í Þjórsá, ef ég man rétt.
3. Jóhanna og Steingrímur töpuðu þremur þjóðaratkvæðagreiðslum í Icesafe málinu og sátu þó sem fastast.
Fleira mætti upp telja, en er þetta ekki nóg í bili. Sigríður er þarna í fríðum flokki vinstrimanna sem nú gera hæst hróp að henni.
Hafa stjórnmálamenn virkilega ekkert minni? Ellegar fjölmiðlafólkið, sem þó telur sig gjarnan heilaga varðmenn sannleikans í hverju máli.
Ekki gott að hafa dóm á bakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eiga þau þá ekki öll að axla ábyrgð á þessum gjörðum sínum?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2018 kl. 14:50
"Brotið" var að hafa ekki sinnt rannsóknarskyldu nægjanlega
Mætti manni í dag sem var með band í hendi en ekki með hundinn í bandi
Grímur (IP-tala skráð) 28.1.2018 kl. 19:04
Grímur. Hvers vegna seturðu gæsalappir utan um brotið?
Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2018 kl. 19:43
Hér vantar talsvert upp á, eigi listinn að vera tæmandi.
Svo það sé tekið skýrt fram, þá var málsmeðferð á máli JS metin röng að mati umboðsmanns Alþingis.
En hér vantar þá þegar Ragnhildur Elín var dæmd, vék ekki.
Líka þegar Geir H Haarde var dæmdur brotlegur í sölunni f.h Ríkisins á "sölu" Íslenskra Aðalverktaka. Hann vék ekki þegar dómur var kveðinn upp 2008.
Geir H Haarde var svo dæmdur af Landsdómi, þurfti ekki að víkja en var ummbunað.
Árni Matthisen fyrir skipun, einmitt á dómara 2009. Hann var þá hættur en var umbunað af Samfó.
Gott að fá þetta á listann.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 28.1.2018 kl. 22:02
Það er víst samdóma álit skoðanabræðra þess brotlega að lögbrot, glæpir og dómar séu í lagi ef hægt er að benda á brot hjá einhverjum í öðrum flokki. Það núlli út brotið. Réttlætiskennd og siðferði Íslendinga rís víst ekki hærra en það.
Gústi (IP-tala skráð) 29.1.2018 kl. 01:23
Það er skoðun margra að aðför stjórnarandstöðunnar að Sigríði snúist í raun ekki um Landsrétt, heldur sé Landsréttarmálið bara fyrirsláttur.
Raunverulega ástæðan sé sú að hún neiti að opna landamærahliðin á Keflavíkurflugvelli upp á gátt, þ.e.a.s. neiti að veita öllum hæli sem biðja um það. Og ef það er rétt, þá er um að gera að halda í hana.
Þetta er ekkert ósennileg tilgáta, því að við vitum að vinstraliðið vill sama ófremdarástand hér og er annars staðar í Evrópu.
Pétur D. (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.