9.1.2018 | 23:11
Gísli Marteinn og borgarlínan
Gísli Marteinn veit þetta nátturlega manna best, eða hvað?
Segir gamaldags karla í samgöngumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2018 | 23:11
Gísli Marteinn veit þetta nátturlega manna best, eða hvað?
Segir gamaldags karla í samgöngumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Það er ekki heil brú í þessu hjá GMB.
Hann gleymir alveg að íhuga peningalegu hliðina á þessu. Tökum sem dæmi hjólreiðastígana sem verið er að leggja víða um borgina. Hvað kosta þeir? Hver er nýting þeirra? Er vel farið með það fé sé haft í huga að hjólreiðamenn, sumir hverjir, nota samt göturnar? Væri þessu fé sem varið er í hjólreiðastíga kannski betur varið í gatnaframkvæmdir? Hvaða kostnað ber samfélagið á ári af slysum á hjólreiðamönnum? Hvað létust margir hjólreiðamenn í umferðinni í fyrra?
Ef GMB er svona hrifinn af borgarlínu má spyrja sig hvers vegna hann er ekki tilbúinn að fjármagna hana sjálfur ásamt öðrum áhugasömum um verkefnið? Kostnaðurinn er fráleitur og auðvelt fyrir suma að lofa hana og prísa þegar ljóst er að aðrir borga brúsann.
Ef fólk vill frekar nota einkabílinn er almenningssamgöngur er það ekki hlutverk Gísla að hafa vit fyrir fólki né heldur borgaryfirvalda. Gísli getur haft sínar skoðanir á þessu eins og aðrir en það er ekki hans að segja öðrum fyrir verkum varðandi það hvernig þeir ferðast innan höfuðborgarsvæðisins.
Þetta hjal Gísla er afar yfirborðskennt - eins og flest sem frá honum kemur :-(
Helgi (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 09:21
Ég mundi segja að Frosti gleymi að íhuga peningalegu hliðina á þessu því hann tiltekur ekki hvað ítrustu gatnaframkvæmdir kosta á móti og hvað sparast í einkaneyslu heimila við að reka færri bíla. En grein Frosta var upphafið að þessu (http://frostis.is/borgarlinan-aedir-afram-en-hvar-er-neydarhemilinn/). Nánar fjalla ég um þetta hér: https://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/2209272/.
Hvað varðar slys á hjólreiðamönnum eru til nákvæmar tölur um banaslys í umferðinni. Ég tók saman tölur um það fyrir nokkru. Á tímabili 1984 til 2016 létust átta hjólreiðamenn en 653 aðrir í umferðinni. Af þeim voru 309 ökumenn, 194 farþegar í bifreið, 35 ökumenn bifhjóla, 4 farþegar bifhjóla, 98 gangandi vegfarendur og 13 aðrir vegfarendur í umferðinni. Á tímabilinu 1998-2014 lést engin hjólreiðamaður í umferðinni.
Það er engin að hafa vit fyrir þér né öðrum. Það er einfaldlega verið að bjóða upp á valkost sem gæti hentað flestum en mun gagnast öllum með minni tafatíma í umferðinni. Hagsmunir þínir sem bílstjóra er ekki að fjölga bílstjórum í umferðinni til að keppa við þig um götupláss og bílastæði á annatíma. Ef þú vilt keyra er betra fyrir þig að fleiri velja annan samgöngumáta en bílinn.
Árni Davíðsson, 10.1.2018 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.