Stolnar upplýsingar

Það eru allnokkur undur fyrir mann á mínum aldri að heyra að það sé ein af undirstöðum lýðræðisins að blaðamönnum sé heimilt að birta upplýsingar úr stolnum gögnum úr bókhaldi fyrirtækja.  Maður hefur alltaf haldið að þjófnaður væri refsivert athæfi, og að það væri jafnvel refsivert að vera þjófsnautur.


mbl.is „Finnum fyrir miklum stuðningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gekk ekki ríkið á undan með því fordæmi að láta skattstjóra í tjé fjárveitingar til að kaupa stolnar upplýsingar um falda reikninga á Tortóla? Það virðist ýmislegt vafasamt leyfast þegar um hagsmuni almennings er að ræða.

Þar að auki þá þurrkar eitt brot ekki annað út. Svipað og ef einhver fremur innbrot og finnur lík. Morðinginn sleppur ekki þó sá sem fann líkið hafi einnig framið glæp. Hafi blaðamennirnir framið lögbrot þá er það mál sem rekið verður fyrir dómstólum óháð fréttaflutningnum. 

Vagn (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 13:51

2 identicon

Hvort var það slitastjórnarteymi Glitnis, eða gamli raunverulegi Glitnir, sem fór fram á lögbannið á umfjöllun skuggafréttanna óupplýstu frá Stundinni?

Hvaða bankanafnsnúmer og bankakennitala stendur á bak við lögbannið, sem krafist var af Sýslumannsembættinu á Höfuðborgasvæðinu á Íslandi?

Er nafnnúmer og kennitölunúmer lögbannsbeiðninnar Íslenskt og tilheyrir Íslenska ríkinu, eða er nafnnúmer og kennitala lögbannsbeiðninnar kannski alls ekki með Íslenskt ríkisfang og nafnnúmer? Og utan Íslenska ríkisins lögbannskröfumarkanna?

Það er afgerandi og mikilvægt, hvers ríkis það fyrirtæki raunverulega er, með tilheyrandi nafnnúmeri og kennitölu þess fyrirtækis, sem fór fram á fjölmiðlalögbannið af Sýslumannsembættinu á Höfuðborgarsvæðinu á Íslandi.

Það er væntanlega ekki í valdi Sýslumannsembættisins á Höfuðborgarsvæðinu á Íslandi að setja lögbann, samkvæmt kröfu frá fyrirtækisnafnnúmeri og fyrirtækiskennitölu utan Íslenska ríkisins? Fallnir bankar og slitastjórnir banka hljóta að teljast sjálfstæð fyrirtæki? Alla vega í sæmilega siðmenntuðum réttarríkis mennskunnar stjórnsýsluríkjum?

Ég er ekki að verja Sýslumannsembættið á Höfuðborgarsvæðinu og mun líklega illa og seint verja það. Ég er að gagnrýna hvernig utanaðkomandi bankablekkingarbull virðist geta vaðið uppi með ó-útskýrt lögbann fyrirvaralaust á fjölmiðil á Íslandi? Og að því er virðist, án nokkurs opinberlegs og almennt upplýsts rökstuðnings, hér á skerinu?

Það hljóta allir að sjá að þetta lögbannsdæmi í heild sinni, stenst engan veginn heiðarlega, mennskra og siðmenntaða gagnrýniskoðun?

Hótanir og kúganir í boði hátt settra dóp-innheimtu handrukkara og álíka "traustvekjandi" hvítflibba glæpayfirmannanna þræla valdníðinganna, á vegum ólöglegra glæpabanka-slitastjórna?

Inni á skrifstofu Sýslumannsembættis Höfuðborgarsvæðisins á Íslandi, með líflátshótanir, pyntingahótanir og álíka tilheyrandi villimennsku? Og tilbúinn er Landspítali Háskólasjúkrahús, sem tekur við restinni af fórnarlömbum handrukkara, ef fólk hlýðir ekki skipunum glæpabankanna?

Eða hvað? 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2017 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband