18.3.2017 | 13:57
Krónan ekki heppileg
Það er dapurlegt að heyra ráðamenn hallmæla krónunni, þegar nær öllum hagfræðingum, sérílagi erlendum, ber saman um að einmitt krónan hafi bjargað okkur í gegnum hrunið.
Það er hagstjórnin sem hefur brugðist og leyft gengi krónunnar að hækka sífellt undanfarin misseri, og kenna um of miklu innstreymi gjaldeyris í ferðamannaiðnaðinum. Hvernig fara þær þjóðir að sem áratugum saman hafa innstreymi gjaldeyris langt um fram útstreymi. Má þar nefna Norðmenn dæmi. Olíuiðnaður þeirra hefur skapað gríðarlegt innstreymi gjaldeyris áratugum saman þannig að norska þjóðin er nú með auðugri þjóðum heims. Þeir hafa ráðið við þetta hagstjórnarvandamál mjög auðveldlega. Þeir láta Olíusjóðinn svokallaða kaupa allan umfram gjaldeyri, sem síðan er alfarið fjárfestur erlendis, en ekki innlands í Noregi. Þetta er nú ekki neitt voðalega flókið þegar allt er skoðað. Við gætum auðveldlega notað saman ráð.
Krónan ekki heppileg til frambúðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það sé Benedikt sem er ekki heppligur fjármálaráðherra til frambúðar.
Hrossabrestur, 18.3.2017 kl. 14:28
Dönsk króna
dansk krone
donsk króna
Danskinut koruuni
Færeyjar
Grænland
Dönsk króna (danska: dansk krone, færeyska: donsk króna, grænlenska: Danskinut koruuni) er gjaldmiðill Danmerkur og sjálfstjórnarsvæða Grænlands og Færeyja. Ein dönsk króna skiptist í 100 aura (øre). Hún er tengd við evruna á genginu 1 EUR = 7,46038 DKK.
B.N. (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 14:58
Já krónan er góð.
Peningur er bókhald, og alltaf er betra að hafa bókhald sem hæfir landinu.
Sá sem les aðeins fyrirsagnir á blogg.is forsíðunni fær ranga hugmynd um skoðun þína á krónunni.
Það er mjög gott að auka sannleikann og skilninginn í þjóðfélaginu.
Gangi þér allt í haginn.
Egilsstaðir, 17.03.2017 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.3.2017 kl. 15:23
Það er enginn alvöru hagfræðingur sem segir að krónan hafi bjargað okkur í gegnum hrunið. Það eru pólitíkusar og fjármálaöflin sem segja það og þessir "okkur" eru þeir sjálfir en ekki almenningur.
Krónan gerði stjórnvöldum kleift að velta vandamálinu yfir á almenning frekar en að þurfa sjálfir að taka á vandanum. Hvergi fékk almenningur eins stóran skell og hér. Hvergi var lækkun verðmætis launa meiri og hvergi töpuðu fleiri almennir borgarar aleigunni. Auknar tekjur og atvinna með fjölgun ferðamanna endaði kreppuna sem almenningur fékk að þola og vinna sig út úr einn og óstuddur.
Með krónuna sem gjaldmiðil mun hagstjórnin ætíð bregðast og almenningur bera skaðann. Þar verða fjármálaöflin og stjórnvöld ætíð samstíga. Krónan er verkfæri þeirra og vopn gegn almenningi.
Vagn (IP-tala skráð) 18.3.2017 kl. 16:43
Ekki veit ég í hvaða veröld Vagn lifir. Það er mætaljóst að við komumst betur úr hruninu en Evruríkin, og um það hefur verið skrifað víða. Svo sem í eftirfarandi pistli:
https://www.washingtonpost.com/news/wonk/wp/2015/06/17/the-miraculous-story-of-iceland/?utm_term=.d0ba66899dab
Egill Vondi (IP-tala skráð) 21.3.2017 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.