Hjálmar hjólreiðamanna.

Þetta er auðvitað rétt hjá Ómari.  Sjálfur hef ég stundað hjólreiðar af og til frá 1995. Einmu sinni varð ég fyrir bíl og rann hálfur undir hann.  Þá lenti höfuð mitt í malbikinu og það högg var þungt.  En ég slapp ómeiddur fyrir það að ég var með hjálm.  Ég hef einnig fallið af fjórhjóli á svellaða jörð.  þar bjargaði hjálmurinn mér einnig.  Hjálmar eru því algjörlega nauðsynleg öryggistæki við hjólreiðar, jafnt fyrir fullorðna sem börn. Þar á ætti enginn munur að vera.  Hér þarf því að koma lagabreyting.


mbl.is Ekið á Ómar Ragnarsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hér er grein með úttekt á afleiðingum hjálmaskyldu í Ástralíu.

http://www.cycle-helmets.com

Í stuttu máli varð afleiðingin gríðerlegur samdráttur í hjólreiðum en engin samdráttur í meiðslum hjólreiðamanna. Þessi lagasetning jók því ekki öryggi hjólreiðamanna. Afleiðingin hefur orðið nokkurn vegin sú sama hjá öðrum þjóðum sem hafa sett hjálmanotkun hjólreiðamanna í lög.

Þau slæmu lýðheilsuáhrif sem af þessum mikla samdrætti í hjólreiðum hefur valdið eru talin kosta ástralskt heimbrigðiskerfi um hálfan milljarð dollara á ári.

A þeim sökum eru alveg á tæru að hjálmaskyædam er að kosta mannslíf og það mun fleiri mannslíf en hún bjargar.

Ísraelar afnumu hjálmaskyldu fullorðina vegna slæmrar reynslu af henni. Hún var sú sama or Ástrala sem var mikil fækkun hjólreiðmanna en engin ávinningur í formi lækkaðrar tíðni alvarlegra meiðsla hjólreiðamanna. Við afnám hjálmaskyldunar gekk fækkun hjólreiðamanna til baka enda fjölgaði þeim um 54% á skömmum tíma eftir að hjálmaskyldan var afnumin.

Sigurður M Grétarsson, 19.4.2016 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband