Stjórnarfarið

Þetta stendur nú samt allt saman orðrétt í stjórnarskránni um heimildir forsetans til að synja lögum samþykkis og að hann þurfi að samþykkja þingrof.  Það hefur hins vegar verið plagsiður íslenskra stjórnmálamanna að afneita þessi valdi forsetans og halda því fram að ráðherra fari með vald forsetans, sem forsetanum er þó orðrétt og augljóslega fengið samkvæmt skýrum ákvæðum stjórnarskrárinnar.  Það má því segja að íslenskir stjórnmálamenn og lögspekingar hafi fram að þessu verið í afneitun hvað þetta vald forsetans snertir. En við vitum báðir að afneitun er ekki af hinu góða.  Það fer alltaf best á því að horfa á málin eins og þau eru en ekki eins og við vildum að þau væru.


mbl.is Segir forsetann innleiða nýtt stjórnarfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband