Nokkur orð frá Sigmundi Davíð

Sigmundur lætur hér falleg orð falla um maka sinn, og ættu þau að kenna öðrum hvernig koma á fram við makann.  

Ég hef ekki trú á að þau hjónin hafi gert sig sek um að draga undan skatti eitthvað af tekjum sínum, hérlendum eða erlendum.  


mbl.is „Nokkur orð um eiginkonu mína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hinum almenna Íslendingi var gert að skila inn öllum gjaldeyri. Það er gott að geta komið sínu í skjól á ólgutímum.

Og þó allt sé löglegt þá er það einnig löglegt að standa ekki upp fyrir lasburða í strætó. Það er margt löglegt sem þó er siðlaust, hegðun sem við viljum ekki sjá og almennt telst óhæfa þó lögin banni ekki. Og þegar pólitíkus hefur enga vörn aðra en að þetta var löglegt þá hefur hann enga vörn. Við ætlumst til þess að þeir sem setja okkur reglurnar séu til fyrirmyndar. Við viljum að pólitíkusarnir okkar standi upp fyrir lasburða en sitji ekki sem fastast í skjóli þess að þeir séu ekki að brjóta lög.

Davíð12 (IP-tala skráð) 18.3.2016 kl. 13:20

2 Smámynd: Landfari

Davíð 12, ertu að saka forætisráðherrafrúna um að brjóta gjaldeysislögin eða hvað?

Það er svo morgunljóst að hér hafa andstæðingar Sigmundar farið yfir strikið, reyndar svolítið langt yfir og breytt hugtakinu "Hrægammur". Nú þarf maður bara að fá að vkita hvort "hrægammur" stendur fyrir alla sem töpuðu fjármunum í hruninu eða bara þa sem töpuðu á bönkunum.

Eldri skilgreiningin á hrægammi var um þá sem högnuðust á hruninu. Hvað eigum við að kalla þá núna?

Landfari, 18.3.2016 kl. 14:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Ég hef ekki trú á að þau hjónin hafi gert sig sek um að draga undan skatti eitthvað af tekjum sínum, hérlendum eða erlendum."

Í fyrsta lagi er ekki um ræða tekjur heldur eignir sem ráðherrafrúin fékk í arf, en arfur er ekki það sama og tekjur. Í öðru lagi þá var slitabúum föllnu bankanna einmitt veitt undanþága frá stöðugleikaskatti, þannig að enginn slíkur skattur var lagður á þær eignir sem ráðherrafrúin á í þeim slitabúum. Í þriðja lagi þá er skattahliðin í raun aukaatriði í þessu máli sem snýst aðallega um það sem virðast vera fullframin brot á hæfisreglum stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar.

Umræðan um málið væri gagnlegri ef hún byggðist á staðreyndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2016 kl. 16:12

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Landfari, þeir sem högnuðust á hruninu voru m.a. þeir sem áttu erlendar eignir og gátu flutt þær inn sem gjaldeyri í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankanns. Ef mér skjöpplast ekki þá fengu þannig fjárfestar ikr með 20% afslætti.

Hvort þeir sem þá leið fóru falla undir túlkun þína á hugtakinu "hrægmmar" veit ég ekki, enn síður veit ég hverjir nýttu sér þá leið. En eitt veit ég, að okkur óbreyttum pöpulnum var gert með lögum að skila inn gjaldeyri á opinberu gengi. 

Magnús Sigurðsson, 18.3.2016 kl. 19:22

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju að kalla góssið ,,eignir"?  Er ekki góssið bara peningafúlgur sem forsetaráðherrahjónin geyma á alræmdri aflandseyju, Tortola,  og sýsla með það þaðan í allkyns fjármálavafstri?  Jú.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.3.2016 kl. 20:10

6 Smámynd: Landfari

Er þþer kunnugt um það Magnaús að hjónin hafi keypt íslenskar krónur á útboðsgengi Seðlabankans.

Það hefur aldrei verið talað um Lífeyrissjóðina, Marel, Össur, Skipafélögin eða aðra aðila sem eiga eignir erlendis sem hrægamma bara fyrir það eitt að eiga eignir erlendis.

Landfari, 29.3.2016 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband