Frelsi og örygggi

Getur það nú talist stórmannlegt að sitja uppi á Íslandi og tala af miklu yfirlæti um leit þeirra þjóða að öryggi sem verða nær árlega fyrir stórum hriðjuverkaárásum?  Við Íslendingar höfum ekki misst fólk í hernaðarátökum síðan í nóv. 1944 (Goðafossi sökkt).  Þá voru sennilega ekki fæddir foreldrar Helga Hrafns hvað þá hann sjálfur.  

Að fórna hluta af frelsi netsins er ekki stór fórn í baráttunni við hryðjuverk.  En stjórnleysingjum finnst það ef til vill, einkum ef þeir búa sjálfir við nær fullkomið öryggi..


mbl.is Eiga hvorki frelsi né öryggi skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Smá misskilningur. Síðasta íslenska styrjaldráfallið í WW2 mætti segja þegar es Dettifossi var sökkt 21 febr 1945 af þýskum kafbát þar sem 15 manns fórst Einnig var línuveiðatinn Fjölnir sigldur niður við Írland 9 apríl 1945. Þetta voru síðustu mannfórnir íslendinga í WW"

Ólafur Ragnarsson, 8.12.2015 kl. 16:25

2 identicon

En hvað sem mannfalli okkar leið í seinna stríði þá ætti þessi þingmaður að fara að halda sér saman. það er skömm að þessum manni og hanns fáránlega blaðri um að við eigum ekki að gera ALLT til að tryggja okkar öryggi hér á landi. Er maðurinn ekki kosin til að gæta okkar hagsmuna og okkar öryggis??

ólafur (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 17:15

3 identicon

Að mínu mati er ekkert frelsi án öryggis. Sá sem finnur til óöryggis finnur tæplega fullkomið frelsi því óöryggi er vissulega þvingandi. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.12.2015 kl. 17:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við erum svo heppin að íslenskur ríkisborgari hafi ekki fallið í stríðsátökum í áratugi, og það er notað sem röksemdafærsla fyrir frelsisskerðingu. Athyglisverður málflutningur.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2015 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband