Fasteignamarkaðurinn

Þetta er allt rétt hjá Erni Kjærnested.  Það er dálítið skrítið að "vinstrimenn" sem nú stýra Reykjavíkurborg, og hafa gert um langt skeið, virðast ekkert hugsa um hag "litla mannsins" í þjóðfélaginu.  Þeir vilja leggja af sjálfseignarstefnuna í íbúðarhúsnæði, þeir vilja skapa leigumarkað með íbúðarhúsnæði á sama tíma og leiguverð er mun hærra en vextir og afborganir af lánum samskonar eigna, þeir skapa lítið sem ekkert framboð á ódýrum lóðum undir litlar íbúðir, þvert á móti miðar lóðaframboðið að því að þétta byggð, en slíkar lóðir eru allar í mjög háu verði og íbúðarhúsnæði sem þar er byggt verður aldrei á færi unga fólksins sem er að byrja búskap.  Þetta veldur því að unga fólkið sest að í nágrannabyggðarlögunum, Kópavogi og Hafnarfirði.  Af þessu hækkar sífellt meðalaldur íbúa í Reykjavík og útsvar per íbúa lækkar.  Þannig verður rekstur borgarinnar sífellt erfiðari, meðal annars vegna sívaxandi þjónustu við aldraða.
mbl.is Miklar kröfur hækka leigu- og eignaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband