"Orkuskiptin"

Þegar við tölum um orkuskipti erum við fyrst og fremst að tala um breytingu á orkunotkun okkar úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn, ef ég skil málið rétt.  En rafmagnið verður ekki til úr engu.  Það er framleitt fyrst og fremst með þrennum hætti:

a) með vatnsorku - sem í mörgum löndum er nánast fullnýtt.

b) með kjarnorku - fæstir vilja sjá aukna notkun hennar, sem kann þó að verða nauðsynlegt.

c) með jarðefnaeldsneyti - en þannig framleitt rafmagn er ekki græn orka.

Mér er því spurn hvar við ætlum að fá aukið rafmagn til orkuskiptanna margumtöluðu, án þess að því fylgi sama mengun og við ætluðum að forðast?

Þá erum við sífellt að tala um bifreiðanotkun, sem aðeins er ábyrg fyrir ca. 12% af heildarmenguninni, en enginn talar um mengun af flugvélum og skipum, sem eru mun stærri mengunarvaldar en bíllinn.  Þetta helgast sennilega af því að enginn vill ræða mengun af túrisma heimsins, sem heldur uppi hagvexti og afkomu fjölda þjóða, m.a. okkar hér á Íslandi.  Og enginn vill heldur ræða mengun vegna skipaflutninga á neysluvörum, sem líka snerta hagvöxtinn og persónulega afkomu fólks.

Það er því hárrétt hjá umhverfisráðherra að þetta er ekki auðleyst vandamál, og sennilega er það mun stærra en ráðherrann lætur í veðri vaka.  Því er ekki holt að ræða þetta mál í einhverjum pólitískum patentlausnum, helddur er nú komið að okkur að leggja höfuðið í bleyti fyrir alvöru. Ég tek fram að ég er ekki með þessu að deild á umhverfisráðherra, heldur þvert á móti, ég held að hann geri of lítið úr málinu, ef eitthvað er.  Mér finnst hins vegar að ekki sé verið að tala í raunhæfum lausnum, enda eru þær sennilega vandfundnar.  


mbl.is Mikil vitundarvakning á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband