110 nautgripir

Hver ber tjónið???


mbl.is 110 nautgripir aflífaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn og Stefán Már.

Hér er það einfaldlega upplýst að Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, á sæti í réttarfarsnefnd, og varadómari við Hæstarétt þegar dómurinn tók fyrir kærumál tveggja umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt.  Afstaða hans til afskipta ráðherra af skipun dómara yfirleitt lá fyrir strax árið 2015.  Hann var því vanhæfur þegar hann dæmdi í máli umsækjendanna fyrir Hæstarétti.  Hann var kannski einnig vanhæfur í ásýnd, fyrir þá sök að hann, sem meðlimur réttarfarsnefndar, tók þátt í að semja þau lög sem reyndi á í greindu máli fyrir hæstarétti.

Það fer einnig velá að upplýsa hér að þrír af fimm dómurum Hæstaréttar, sem dæmdu í máli umsækjendanna tveggja um dómarastöður í Landsrétti, voru vanæhæfir (í ásýnd) í málinu þar sem þeir höfðu skrifað meðmæli með einhverjum umsækjendanna um þessar sömu dómarastöður í Landsrétti.

Dæmi svo hver fyrir sig um hlutleysi og jafnvel siðferði. 

Hugtakið hlutleysi er af tvennum toga, annars vegar hlutleysi í raun, og hins vegar hlutleysi í ásýnd.  Við íslendingar eigum voða erfitt með að skilaj hlutleysi í ásýnd. En hér að ofan er einkum verið að tala um hlutleysi í ásýnd. En hæstiréttur má ekki vera þekktur fyrir að gæta ekki beggja þessara hugtaka.  Hæstiréttur verður ávallt að gæta þess að standa jafnan upp úr öllu dægurþrasi.  Því er ákaflega óheppilegt að dómarar við réttinn séu að skrifa meðmæli fyrir vini sína, sem eru að sækja um lausar dómarastöður við önnur dómsstig í dómskerfinu.  Þá er seta þeirra í réttarfarsnefnd einnig ákaflega óheppileg.


mbl.is Mælti gegn valdi ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband