Færsluflokkur: Bloggar

Draugagangur á netinu.

Það er nú viss gamansemi í þessu orði "slitaboo" þar sem orðið boo hefur beina vísan til draugagangs í íslensku.  Ekki er hins vegar víst að erlendir höfundar tölvupóstanna viti af þessari gamansemi sinni.  En það fer nú fer nú varla nokkur maður að svara pósti sem kemur frá "slitaboo" eða hvað?


Skattaskjólsgögnin

Liggur nokkuð fyrir um að greiðslan fyrir gögnin verði svört.  Seljandi hlýtur að gefa út reikning eins og venja er í viðskiptum. Íslenska ríkið getur ekki gerst aðili að svörtum viðskiptum.  Allra síst Skattrannsóknarstjóri ríkisins.


mbl.is Sætir það fangelsi að kaupa gögnin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pawel Bartoszek

Það er mikil eftirsjá að skrifum Pawels, og vonandi fer hann fljótlega að skrifa aftur, í Fréttablaðið eða annarsstaðar.  Það var mikil skinsemi í skrifum hans og sjónarmið hans lýstu af réttsýni og hófsemi, en húmorinn alltaf skammt undan.


mbl.is Ráðherra valdi verstu leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrenging Grensásvegar

Væri nú ekki nær að nota þetta fjármagn, 200 mil. plús, til að gera við malbikið á öðrum götum borgarinnar, en ástand þess er nú með allra versta móti, og mun koma mjög illa undan vetri á vori komanda.  Enda voru viðgerðir á því í fyrrasumar allt of litlar. Núverandi borgarstjórn virðist líta á bílasamgöngur í borginni sem sinn versta óvin, og fer þar fremstur Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs, með góðum stuðningi Dags B Eggertssonar borgarstjóra.  Þessi stefna er að skapa umferðarvandamál á götum borgarinnar á hverjum degi, og fer versnandi með hverju misseri sem líður.


mbl.is Segir fjórar akreinar of mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómsdagsklukkan

Þessa klukku vantar nú tíu mínútur í eitt, og er því komin vel fram yfir miðnætti.  Af hverju er það?


mbl.is Mannkynið færist nær dómsdegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengisverð mun hækka verulega

Ég gleymdi alveg í fyrra bloggi mínu um þetta mál, að geta um áhrif þessa nýja fyrirkomulags á áfengisverð til neytenda.  Það mundi hækka um allan helming.  Ástæður þess eru þær að kaupmenn mundu aldei dreifa áfengi á 13% álagningu eins og ATVR gerir í dag.  Áfengisverð til neytenda er núna nokkurn veginn svona:

Innkaupsverð

+ innflutningskostnaður

+ áfengisgjald

+ 25,5% vsk. og 13% álagning ATVR

= verð til neytenda

Kaupmenn mundu verða að greiða sama kostnaðarverð fyrir vöruna og ATVR gerir núna, með áfengisgjaldinu inniföldu.  Síðan mundu þeir leggja á vöruna 50% til 100% auk 25,5% vsk.  Niðurstaðan væri verðhækkun til neytenda uppá allt að 70% til 80%.  Erum við neytendur reiðubúnir að greiða þá verðhækkun til þess eins að "frjálshyggjumenn" fái fullnægt dutlingum sínum varðandi "frjálsa verslun" sem þetta virðist einvörðungu snúast um hjá þeim.  Auk þess sem þjónkun við matvörukaupmenn spilar einhverja rullu.  Það er ekki verið að hugsa um neytendur í þessu breytta fyrirkomulagi.  Aðgangur neytenda að áfengi í gegnum verslanir ATVR er mjög góður í dag. Verslanirnar eru dreifðar um allt land, og þær eru opnar alla daga nema sunnudaga og hátíðisdaga.  Og sérpantanaþjónusta við vínsælkera er svo góð  hjá ATVR að sú þjónusta verður ekki bætt. 

Hvað er þá í hinu nýja fyrirkomulagi fyrir okkur neytendur?  Svarið er: EKKERT NEMA MUN HÆRRA VERÐ.  Það er sama gamla sagan, frjálshyggjumennirnir fá sitt fram og við neytendur borgum brúsann.


Sala áfengis í almennum verslunum

Það er ámátlegur þessi næstum árlegi málflutningur sjálfstæðismanna um að færa sölu áfengis úr höndum ÁTVR yfir til almennra matvörukaupmanna.  Það er eins og áfengi sé almenn matvara.  Áfengi er vímuefni, löglegt að vísu, en vímuefni samt.  Það tjón sem áfengi vinnur á almennum borgurum er svo yfirgripsmikið, að það þarf sérstakt sjúkrahús (það næst stærsta á landinu) til að hjúkra fórnarlömbunum til eihverrar heilsu á ný. 

Ég held að flutningsmaður þessa nýjasta frumvarps um sölu áfengis í almennum verslunum, Vilhjálmur Árnason, ætti að taka upp áfengisneyslu sjálfur, en hann er bindindismaður skilst mér, og sjá hvort áhrif þess á hann sjálfan séu með þeim hætti að hann vilji að fenginni þeirri reynslu stuðla að aukinni neyslu áfengis í landinu.


mbl.is „Dóp, en löglegt, sem betur fer“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrítug krafa

Er ekki hugsanlegt að þetta sé fyrnd krafa.  Maðurinn andast 1986, einkaskiptum lýkur þá það ár eða næsta og nú er 2014.  Þetta eru ca. 27 ár.  Hver er fyrningatími svona kröfu?

Fasteignamarkaðurinn

Þetta er allt rétt hjá Erni Kjærnested.  Það er dálítið skrítið að "vinstrimenn" sem nú stýra Reykjavíkurborg, og hafa gert um langt skeið, virðast ekkert hugsa um hag "litla mannsins" í þjóðfélaginu.  Þeir vilja leggja af sjálfseignarstefnuna í íbúðarhúsnæði, þeir vilja skapa leigumarkað með íbúðarhúsnæði á sama tíma og leiguverð er mun hærra en vextir og afborganir af lánum samskonar eigna, þeir skapa lítið sem ekkert framboð á ódýrum lóðum undir litlar íbúðir, þvert á móti miðar lóðaframboðið að því að þétta byggð, en slíkar lóðir eru allar í mjög háu verði og íbúðarhúsnæði sem þar er byggt verður aldrei á færi unga fólksins sem er að byrja búskap.  Þetta veldur því að unga fólkið sest að í nágrannabyggðarlögunum, Kópavogi og Hafnarfirði.  Af þessu hækkar sífellt meðalaldur íbúa í Reykjavík og útsvar per íbúa lækkar.  Þannig verður rekstur borgarinnar sífellt erfiðari, meðal annars vegna sívaxandi þjónustu við aldraða.
mbl.is Miklar kröfur hækka leigu- og eignaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgreiðslubann á skip Færeyinga

Ég verð nú að taka undir með ónefndum skipverja á Nærabergi.  Hvernig dettur okkur í hug að neita að afgreiða skip með bilaða vél frá okkar kærustu vinaþjóð, Færeyingum.  Þetta er fyrir neðan allar hellur og ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur í dag.  Hvenær mundu Færeyingar koma svona fram við okkur? 
mbl.is Vandar Íslendingum ekki kveðjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband