27.8.2020 | 22:21
Hárrétt hjá Seðlabankastjóra.
innviðir samgöngukerfisins á höfuðborgarsvæðinu eru í molum. Þarf ekki að hafa fleiri orð um það.
Galin ummæli seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2020 | 12:56
Þríeykið og þríeykið - gæfa íslendinga
Það er mikil gæfa okkar íslendinga að eiga ekki aðeins eitt þríeyki, þetta í heilbrigðisgeiranum, heldur líka þetta í ríkisstjórninni; Katrínu, Bjarna og Sigurð Inga.
Við sjáum á hverjum degi af atburðum umheimsins, að réttlát og líðræðislega kjörin stjórnvöld eru ekki sjálfgefin lífsgæði.
Verum því þakklát fyrir þríkeykin okkar tvö.
Réttar ákvarðanir miðað við aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2020 | 13:34
Þetta er mikil hneisa
Það er mikil hneisa að íslensk orkufyrirtæki skuli hafa selt upprunavottorð frá Íslandi með þessum afleiðingum sem lýst er í fréttinni. Afleiðingarnar eru einnig þær að orkukaupendur á Íslandi eru á orkureikningum sínum sagðir vera að kaupa orku sem m.a. er framleidd með kjaarnorku og kolum. Þetta bull minnir á allt ruglið sem viðgekst í bönkum heimsins fyrir hrunið 2008, og enginn mælir því bót í dag.
Verslun með upprunavottoroð orku ætti að banna þegar í stað. Þessir pappírar eru fundnir upp af afleiðusérfræðngum fjármálafyrirtækjanna til þess að búa til nýja afurð sem hægt er að selja og fá bónus út úr hagnaðinum af sölunni. Bónusar er það eina sem verðbréfasalar hugsa um frá morgni til kvölds. Þeim er fjandans sama um afleiðingarnar og örlög heimsins. Rökhugsun kemst þar ekki heldur að
Kom forsætisráðherra á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.7.2020 | 22:51
Upplýst eða upplifað?
Ætli hárið á Beatrice sé ekki frekar upplitað en upplýst.
Kóngafólk útitekið eftir samkomubann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2020 | 17:07
Halda sig við löglega framleiðslu
Þetta er góð hugmynd hjá Margeiri. Ég teldi þó gæfulegra að halda sig við löglega framleiðslu og rækta hampinn án THC vímuefnsins til að framleiða löglega hampolíu, sem notuð er til lækninga á hinum aðskiljanlegustu meinum. Þá getur sú olía selst til lyfjafyrirtækja sem um þessar mundir keppast um að rannsaka vikt efni plöntunnar, en þau eru víst ótrúlega mörg.
Þessi starfsemi kallar aðeins og minniháttar lagabreytingar og ætti ekki að verða mjög umdeilanleg. Það yrðu bara þessir fastagestir fáránleikans, sem setja sig á móti öllu sem þessa jurt varðar, og sumir þeirra eru reyndar á móti öllu, sama hvað það er. Sumu af þessu fólki er aldrei gert neitt til hæfis.
Vill framleiða kannabis í ónotuðum kerskálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2020 | 22:31
Af hverju skal einkabíllinn víkja?
Veldur ekki minnstum töfum á umferð að við hjólafólkið sveigjum aðeins til hliðar? Það þarf ekki margar háskólagráður til að sjá það.
Sjálfsagt að einkabíllinn stoppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2020 | 18:38
Undarlega að orði komist
Þegar ég las orð Heiðrúnar Lindar verð ég að viðurkenna að mér brá illa í brún. Ekki vegna þess að þarna væri rangt farið með hugtök í hinum lagalegu fræðum, þar er ég ekki endilega á heimavelli. Það var hitt, að íslensku bankarnir væru ekki nógu áhættusæknir. Það var einmitt of mikil áhættusækni sem felldi bankana í hruninu. Og ekki bara hér á Íslandi heldur um allan hinn þróaða heim.
Þeir sem töpuðu peningum í bankahruninu muna þetta vel. Þeir sem hins vegar muna þetta ekki eru að mínu mati með hættulega stutt langtímaminni. Heiðrún Lind gæti þurft að skoða það mál.
Lögfræðilega rangt og hreint og beint óskiljanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2020 | 11:42
Hafði ekki ásetning um nauðgun!!
Getur maður nú komist upp með nauðgun ef maður einungis heldur því fram að maður hafi ekki haft ásetning um að nauðga konunni.
Maður nauðgaði konunni að vísu, en það var ekki upphaflegur ásetningur að baki verknaðinum að nauðga konunni, heldur einungis að hafa við hana samræði. Konan var hins vegar ekki viljug þegar áleið vegna vaxandi ofbeldis karlmannsins og vildi hætta, og þá kom nauðgunin. En, nei, dómarinn veit betur; þetta var ekki nauðgun, þar eð það var ekki upphaflegur ásetningur karmannsins.
Þarna hefur dómarinn þurft að beita miklu innsæi.
Sýknaður af ákæru um nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2020 | 14:55
Breyta lánasamningum áður en vanskil koma til
Nú þurfa viðskiptabankarnir og aðrar lánastofnanir að hafa frumkvæði að því að semja um rýmri lánaskilmála áður en vanskil verða áberandi. Þetta gæti m.a. verið í því formi að lántakendur greiði einungis vexti næstu tvö árin. Það er alltaf betra að grípa til aðgerða áður en kemur til vanskila, þá líður öllum betur, bæði bankamönnum og skuldurum.
Mest þörf fyrir þetta verður væntanlega í ferðamannageiranum. En vafalaust verða einhverjir utan hans í þörf fyrir samskonar þjónustu.
Sýnum að við getum hugsað skynsamlega.
Nú fá bankamenn virkilega tækifæri til að sanna sig. Vonandi rísa þeir undir ábyrgð sinni.
Stýrivextir lækkaðir í 2,25% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2020 | 13:06
"Verndum þá sem eru veikir fyrir"
Ég verð að lýsa yfir fullum stuðningi við skoðanir Kára í þessu máli. Höfum hugfast að allt umstangið í kringum Covid-19 er vegna þeirra samborgara okkar sem eru eitthvað veikir fyrir heilsufarslega séð. Ef ekki væri vegna þeirra þá mundum við láta kórónuveiruna ganga yfir eins og hverja aðra flensu. Það gerum við hins vegar ekki af umhyggjusemi við þá sem gætu dáið af veirunni.
Þetta sama hugarfar eigum við að hafa þegar kemur að vímuefnum eins og áfengi, sem um aldir hefur verið hættulegasta vímuefni mannkynsins. Af því deyja fleiri árlega en af nokkru öðru vímuefni.
Við sem berum gæfu til að höndla áfengi af hófssemi, verðum að hafa í huga hagsmuni þeirra, sem ekki eru eins heppnir og við og eru fíklar.
Því meiri ástæða er til að gera þetta, þegar það liggur fyrir að þessi tillitssemi kostar okkur ekki neitt.
Þeir sem eru að draga þennan vagn og vilja auka aðgengi almennings að áfengi, eru að vinna fyrir verslunina í landinu, en þar eru Hagar fremstir í flokki, með langt yfir helming allrar smásöluverslunar í landinu. Hvað eru Hagar tilbúnir að greiða fyrir þessa hagsmunagæslu?
Vill banna netverslun áfengis erlendis frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)