Dólgar í Leifsstöð

Í tengslum við þessa frétt fór ég að hugsa; af hverju er verið að veita áfengi í flugvélum.  Þar er reykingafólki bannað að reykja af tillitssemi við þá farþega sem ekki reykja.  Ætti ekki sama að gilda um áfengið, að drykkjufólki verði bannað að drekka um borð, af tillitssemi við þá sem ekki drekka?  Er það ekki bara frekar skýrt og sanngjarnt?


mbl.is Lét ófriðlega í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjan og Píratar

Ég er nú sjaldan sammála Birgittu Jónsdóttur.  En nú gerðis það.  Það þarf að verjast hreinum frjálshyggjumönnum hvar sem þeir birtast.  Það sannaðist best í einkavæðingu bankanna á sínum tíma og hruni þeirra fáeinum árum síðar.  Það var frjálshyggja í sinni tærustu mynd. Gerist ekki betri.


mbl.is Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álversdeilan í Straumsvík

Það sem auðvitað ætti að gera, er að semja við Álverið um að það skuli hafa sömu heimildir og önnur íslensk fyrirtæki hafa að íslenskum lögum um verktakasamninga á einstökum verksviðum í starfseminni.  

Allt annað er afturhald, lögleysa og taumlaus frekja í verkalýðshreyfingunni.


mbl.is Fyrirtækið að étast upp innan frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilan í Straumsvík

Þessi deila er auðleyst.  Veitið fyrirtækinu sama rétt og önnur fyrirtæki hafa til að gera verktakasamninga um einstök svið í rekstrinum, og deilan er leyst.  Svo einfalt er það.


mbl.is Enginn nýr boðskapur frá Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástand gatna í Reykjavík

Væri nú ekki nær fyrir borgaryfirvöld að hætta við breytingu Grensásvegar og spara sér 170 mil. króna sem þá mætti setja í aukna malbikun á ónýtu gagnakerfi.


mbl.is Kalt malbik orsakar holurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólabjór og páska-.

Já, það felst víða mikill kostnaður og sóun í fáránlegum reglugerðum sem stjórna hlutum og málefnum sem engin ástæða er til að stjórna, og alls ekki ætti að stjórna. 


mbl.is Fáránleg sóun á jólabjór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álversdeilan

Hvernig stendur á því að fjölmiðlar fjalla aldrei um það að Álverið er bara að fara fram á að hafa sama rétt til verktöku og önnur fyrirtæki á Íslandi.  Það er allt og sumt.  Er það svona voðalega ósanngjarnt?

Fjölmiðlar láta þessa aldrei getið, og verkalýðshreyfingin kemst upp með að tala eins og þetta snúist um bolabrögð erlends stórfyrirtækis gagnvart íslensku verkafólki, sem er alls ekki rétt.  Málið snýst um að Álverið njóti sömu réttinda og önnur íslensk fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði.

Getur verið að fréttamenn séu hræddir við verkalýðshreyfinguna?


mbl.is Álversdeilan gæti smitað út frá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttafólk

Þetta er alveg hárrétt.  Við eigum ekki að óttast erlent fólk sem hingað vill flytjast.  Hugmynda- og blóðblöndun er af hinu góða.  Sjálfur þekki ég útlendinga sem hér búa og eru miklu meiri Íslendingar í sér en margur sem hér fæddur og uppalinn.


mbl.is Veitir ekki af að fá fólk til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlit með störfum lögreglu.

Auðvitað þarf eftirlit með störfum lögreglunnar, en það er nú þegar eitthvert eftirlit með lögreglunni, annars væru ekki að koma upp mál öðru hverju sem varða mistök af hálfu lögreglumanna eða brot í starfi.  

Að setja upp sérstaka stofnun í þessum tilgangi væri hins vegar alveg út í hött þegar verið er að skera niður til allra hluta.


mbl.is Ný stofnun lyktar af popúlisma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískar aðfarir og RÚV

 Það er merkilegt hvernig einstakir þingmenn skipta um ham eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Árni Páll hafði ekki þessar áhyggjur af RÚV þegar hann var í ríkisstjórn.  En nú gengur hann með böggum hilda vegna þessarar stofnunar.  

Kannski skýrist það af því hversu margir stuðningsmenn Samfylkingarinnar starfa hjá RUV.


mbl.is „Allt árásir og pólitískar aðfarir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband