7.8.2020 | 13:34
Þetta er mikil hneisa
Það er mikil hneisa að íslensk orkufyrirtæki skuli hafa selt upprunavottorð frá Íslandi með þessum afleiðingum sem lýst er í fréttinni. Afleiðingarnar eru einnig þær að orkukaupendur á Íslandi eru á orkureikningum sínum sagðir vera að kaupa orku sem m.a. er framleidd með kjaarnorku og kolum. Þetta bull minnir á allt ruglið sem viðgekst í bönkum heimsins fyrir hrunið 2008, og enginn mælir því bót í dag.
Verslun með upprunavottoroð orku ætti að banna þegar í stað. Þessir pappírar eru fundnir upp af afleiðusérfræðngum fjármálafyrirtækjanna til þess að búa til nýja afurð sem hægt er að selja og fá bónus út úr hagnaðinum af sölunni. Bónusar er það eina sem verðbréfasalar hugsa um frá morgni til kvölds. Þeim er fjandans sama um afleiðingarnar og örlög heimsins. Rökhugsun kemst þar ekki heldur að
Kom forsætisráðherra á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sama má segja um svokallaðar "losunarheimildir" sem eru bara dulbúin leið til að koma á yfirþjóðlegri skattheimtu undir nafnleynd.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2020 kl. 14:32
Ég er þér 100% sammála Guðlaugur og eins þér Guðmundur. Menn búa til bull verðmæti og stjórnvöld sem eiga að gæta hagsmuna almennings taka fullann þátt í vitleysunni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 7.8.2020 kl. 15:14
Að halda því fram á raforku reikningnum sem ég fæ, að orkan sem mér er seld, sé framleidd með kolum, er hreint og klárt skjalafals og því lögbrot.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.8.2020 kl. 09:43
Íslensk orkufyrirtæki hafa umtalsverðar tekjur af sölu þessara vottorða. Hvers vegna skiptir það minna máli en það hvað stendur á rafmagnsreikningnum?
Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2020 kl. 09:14
Vörusvik verða ekki réttlætt með tekjum af þeim.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2020 kl. 15:53
Það eru ekki vörusvik ef þú færð það sem þú borgar fyrir. Breytir engu þótt rangar upplýsingar séu á umbúðunum.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2020 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.