Halda sig við löglega framleiðslu

Þetta er góð hugmynd hjá Margeiri.  Ég teldi þó gæfulegra að halda sig við löglega framleiðslu og rækta hampinn án THC vímuefnsins til að framleiða löglega hampolíu, sem notuð er til lækninga á hinum aðskiljanlegustu meinum.  Þá getur sú olía selst til lyfjafyrirtækja sem um þessar mundir keppast um að rannsaka vikt efni plöntunnar, en þau eru víst ótrúlega mörg.

Þessi starfsemi kallar aðeins og minniháttar lagabreytingar og ætti ekki að verða mjög umdeilanleg.  Það yrðu bara þessir fastagestir fáránleikans, sem setja sig á móti öllu sem þessa jurt varðar, og sumir þeirra eru reyndar á móti öllu, sama hvað það er.  Sumu af þessu fólki er aldrei gert neitt til hæfis.


mbl.is Vill framleiða kannabis í ónotuðum kerskálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband