Óvenjuleg jákvæðni

Það er ótrúlega gaman og í raun einstakt að lesa um sjónarmið Halldórs um þetta mesta vandamál mannkynsins fyrr og síðar. Mér hefur alltaf leiðst að lesa þau öfgakenndu skrif þeirra einstaklinga sem mest heyrist í um loftlagsmál. Skiptir þá ekki máli á hvort borðið þeir róa.  

Halldór Þorgeirsson kann hins vegar að fylkja fólki að baki sér til baráttu fyrir góðum málstað.  Vonandi bera stjórnvöld hér gæfu til að nýta sér hans góðu starfskrafta og jákvæða hugarfar í því starfi sem framundan er í málaflokknum loftlagsmál, sem í mínum huga snýst raunar um umhverfismál almennt, en ekki bara loftslagsmál, eins og Halldór kemur réttilega inná.

Hann bendir okkur réttilega á hvernig starf genginna kynslóða Íslendinga, sem höfðu kjark og framsýni til að hefja virkjun vatnsafls og jarðhita, upphaflega til að spara kaup á innfluttu jarðefnaeldsneyti. En þetta kemur okkur til góða í dag þegar rætt er um hvað við höfum þegar gert í loftslagsmálum.


mbl.is 12 ár stuttur tími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband