1.8.2018 | 13:19
Hegðun hjólafólks í umferðinni
Ég er bæði hjólamaður og ökumaður í umferðinni. Það er dálítið til í þessu með hjólafólkið, að það fer ekki alltaf nógu varlega í umferðinni. En við ökumenn mættum líka stundum vera tillitssamari við hjólreiðafólkið. Ég vil hins vegar taka fram að ökumönnum hefur farið mikið fram í tillitsseminni við hjólreiðafólk frá því er ég byrjaði að hjóla í kringum 1995. Þá flautuðu ökumenn miskunnarlaust á hjólafólk, og eitt sinn endaði ég hálfur undir bifreið sem hreinlega keyrði mig niður á gatnamótum.
Ég held því að allt sé þetta á réttri leið, ef við höldum áfram að sýna hvert öðru meiri tillitssemi og förum eftir þeim reglum sem okkur eru settar. Ökukennari hefur tjáð mér að í samskiptum ökumanna og hjólafólks gildi hægri varúð ef merki eru ekki um annað. Þar sem hjólastígur sker götu á sá réttinn sem er hinum á hægri hönd. Ekki flókið.
Ökumenn mættu hins vegar gjarnan hafa það í huga, að það getur oft verið erfiðara fyrir hjólamanninn að sýna tillitsemi heldur en ökumanninn, vegna þess hversu ólíkum farartækjum þeir eru á. Mín reynsla af tillitssemi ökumanna er hins vegar almennt góð hin síðari ár, eftir að hjólafólki hefur fjölgað, og sífellt fleiri ökumenn eru líka hjólafólk. Við hjólafólkið mættum sum hver hins vegar bæta okkur, það er alveg rétt.
Mikið kvartað undan hjólafólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.