19.7.2018 | 17:57
Skoðana- og tjáningarfrelsi - Pía Kjærsgaard
Nú virðast sífellt fleiri í þjóðfélaginu aðhyllast skoðanakúgun og skert tjáningarfrelsi. Þykir þetta jafnvel fínt og kallast gjarnan að ekki eigi að líða hinar og þessar skoðanir, sem síðan er lýst nánar og svokallaður popúlismi gjarnan nefndur í leiðinni, hvað sem það nú er í huga þessa fólks, því öll stjórnmál eru í raun popúlismi ef út í það er farið.
Á síðustu öld létu tugir milljóna lífið við að berjast fyrir skoðanafrelinu og tjáningarfrelsinu. Við börðumst við kommúnismann í Sovétríkjunum, nasismann í Þýskalandi, Maóismann í Kína, McCarthyismann í USA og þannig mætti áfram telja. Mikill árangur náðist en mikil barátta er þó víða eftir.
Erum við tilbúin að fórna þessum mikla árangri fyrir einhvern óskilgreindan pólitískan rétttrúnað nútímans, sem líka mætti kalla popúlisma. Erum við þá ekki að varpa fyrir róða því frelsi sem við höfum áður barist fyrir, og sumir fórnað lífinu.
Ég spyr því hvert stefnir þetta góða fólk með málflutningi sínum, t.d. varðandi forseta danska þingsins? Er í lagi að sýna sumum dónaskap, bara ef okkur líkar ekki við skoðanir þeirra?
Danir fjalla um komu Kjærsgaard | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.