19.2.2018 | 16:14
Verslun á Íslandi
Það er hins vegar stór spurning af hverju neikvæð umræða um íslenska verslun fór af stað þegar Costco og H&M opnuðu sínar verslanir hér á landi. Getur verið að neikvæða umræðan tengist því að íslensk verslunarfyrirtæki standast ekki samkeppnina, og þá sérstaklega ekki hvað verðlagningu snertir.
Verslun mætir mótbyr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Neikvæð umræða um íslenska verslun fór af stað löngu áður en Costco og H&M opnuðu sínar verslanir hér á landi. Krafan hefur ætíð verið sú að verslanir og bankar séu rekin sem góðgerðarfélög frekar en fyrirtæki.
Costco hefur ekki getað haldið verði lágu og er nú dýrari en lágvöruverðsverslanir og bensínið nálgast óðfluga sama verð og er hjá olíufélögunum. H&M opnaði með 50% hærra verði en í H&M búðum erlendis. Íslensk verslun hefur því staðist samkeppnina með glans. Nema Kostur, sem var að selja mikið sömu vörur og Costco. Þeir sem hafa ekki komið vel út eru innlendir framleiðendur. Innflutningur hefur stór aukist og Íslensk framleiðslufyrirtæki þurft að segja upp fólki. Costco hefur efni á því að tapa á einni vörutegund, selja hana undir framleiðsluverði, ef gróðinn á annarri bætir það upp. En þegar þessi eina vörutegund er í samkeppni við innlenda framleiðslu þá hætta vörur þess framleiðenda að seljast með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrirtæki eins og Costco á auðvelt með að líta yfir markaðinn og finna þá sem eru stórir en með einhæfa framleiðslu. Að setja þá á hausinn tekur stuttan tíma og getur borgað sig.
Gústi (IP-tala skráð) 20.2.2018 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.