15.5.2017 | 12:43
Sýklalyfjaónæmi eykst
Sífelld aukning sýklalyfjaónæmis er ekki síst vegna óheftrar notkunar sýklalyfja í landbúnaði, einkum kjötframleiðslu. Nauðgripum, svínum, kjúklingum og kalkúnum er gefið fóður sem sýklalyfjum er blandað í, þannig að þessar skepnur eru allan eldistímann fóðraðar á sýklalyfjablönduðu fóðri. Þetta er gert til að hraða vexti gripanna. Afleiðingin er síðan að allt kjöt sem við neytum er mengað sýklalyfjum.
Þanig eru sýklalyfin komin inn í fæðukeðjuna og valda því að við erum í raun aldrei alveg án sýklalyfja í blóði, og æfleiri bakteríur mynda ónæmi fyrir lyfjunum.
Læknum verður því aðeins að litlu leiti kennt um þessa þróun.
Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.