10.4.2017 | 18:37
Framúrkeyrsla í Vaðlaheiðargöngum
Það er auðvitað alveg satt hjá Katrínu Jakobsdóttur að það var "sóðalega" að þessari framkvæmd staðið í upphafi, eins og hún sjálf kýs að orða það. En það var einmitt forveri hennar í formannsstóli Vinstri Grænna, Steingrímur J. Sigfússon, sem barði þessa framkvæmdaáætlun í gegnum þingið á sínum tíma. Þetta átti að vera "einkaframkvæmd" með bakábyrgð ríkissjóðs, en er nú orðin ríkisframkvæmd alfarið, einkum vegna alvarlegrar framúrkeyrslu á kostnaðaráætlun.
En sennilega var upphafleg kostnaðaráætlun óraunhæf, byggð á pólitískum vilja Steingríms J. Sigfússonar einum saman, en lítilli skynsemi. Steingrímur vissi að það þurfti hógværa áætlun til að koma framkvæmdinni í gegnum þingið, og að aldrei yrði við framkvæmdina hætt eftir að hún væri komin af stað. Dæmigert óábyrgt íslenskt stjórnmálasukk.
Það er hins vegar sjálfsagt að óska hlutaðeigandi byggðarlögum fyrir norðan til hamingju með mannvirkið. Það á örugglega eftir að gleðja marga á erfiðum vetrardögum og þó líklega ekki síður vetrarnóttum.
Óviðunandi framúrkeyrsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.