19.12.2016 | 12:49
Þetta er mjög eðlilegt
Núverandi borgarstjórnarmeirihluti hefur staðið sig með afgrigðum illa í ýmsum lykilmálum; svo sem viðhaldi gatna, fjármálum, almenningssamgöngum og lóðaframboði.
Einu gatnaframkvæmdirnar sem farið hefur verið í ganga út á þrengingu gatnanna í þeim tilgangi beinlínis að hefta og hindra umferð, má þar nefna; Hofsvallagötuna, Borgartúnið og nú síðast Grensásveginn.
Meira að segja strætisvagnabílstjórar kvarta yfir gatnakerfinu, viðhaldsleysi þess, þrengingum gatna, óþarfa hraðahindrunum og úreltum vagnakosti. Og að endingu kvarta þeir um að þetta eina almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins sé vanrækt bæði fjárhagslega og stjórnunarlega.
Þetta gerir meirihluti sem þó talar sífellt um almenningssamgöngur og mikilvægi þeirra! Ekki skrítið þótt fylgið minnki hjá þessu fólki.
Fylgishrun hjá Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.