Vísað úr landi

Hvernig má það vera að Útlendingastofnun gerir svona hluti.  Á sama tíma og við flytjum inn fólk í þúsunda tali vegna skorts á vinnuafli, þá vísum við úr landi vel menntuðu og fullfrísku fólki sem vill búa hér hjá okkur?  Hver stjórnar þessari stofnun með þessum hætti, þetta er bara hrein og bein mannvonska.


mbl.is Seldu gullhring fyrir svefnstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er kallað lög og reglur sem stjórna þessum aðgerðum Útlendingastofnun.

Ef það á að leifa öllum sem vilja að setjast að velferðarjötu Íslands, þá verður að breyta lögum og reglum og mér skilst að það sé stutt í þá breytingu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.4.2016 kl. 15:56

2 identicon

þetta er ekkert flókið. Snýst um peninga. Hvað viljum við gera? Við getum vel tekið hér við svona 1000 manns á ári. Ráðum alveg við það. En þá verðum við forgangsraða. Fara til læknis. Verð 12þús. Háskóli? Já en engin námslán. Verð per önn 900.000þús. Leikskólar og barnaskólar verður svo nokkuð sem þarf að skoða vel. Sem og sund, strætó, sorphreinsun ofl. En við höfum val.

ólafur (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 22:09

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikil er útlendinga dýrkunin eða hvað?

það er nú staðreynd að það er fólk sem á ekki 12 þús. til að greiða lækni í hvert skipti. 

Það er líka nemendur og aðstendur þeirra sem ekki hafa fjármagn til að greiða námskostnað, þar eru námslán bráð nauðdsin.

Leikskólar barnaskólar, ekki veit ég hvað á að skoða?

Ef það á að taka á móti flóttamönnum og hælisleitendum þá verður þjóðfélagið að hafa fjármagn til að gera það með sæmd og án þess að lata aðra þegna þjóðfélagsins líða skort, annars bara að gleyma þessu.

En valið á að vera fólksins en ekki einhverra háværa smárra þrýstihópa, þess vegna á að setja stop á útlendinga frumvarpið hans Proppe og setja það í þjóðaratkvæðisgreiðslu í kosningunum í haust.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 28.4.2016 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband