Álversdeilan

Hvernig stendur á því að fjölmiðlar fjalla aldrei um það að Álverið er bara að fara fram á að hafa sama rétt til verktöku og önnur fyrirtæki á Íslandi.  Það er allt og sumt.  Er það svona voðalega ósanngjarnt?

Fjölmiðlar láta þessa aldrei getið, og verkalýðshreyfingin kemst upp með að tala eins og þetta snúist um bolabrögð erlends stórfyrirtækis gagnvart íslensku verkafólki, sem er alls ekki rétt.  Málið snýst um að Álverið njóti sömu réttinda og önnur íslensk fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði.

Getur verið að fréttamenn séu hræddir við verkalýðshreyfinguna?


mbl.is Álversdeilan gæti smitað út frá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Það er greinilegt að þú þekkir ekki til aðstæðna inn á Ísal-svæðinu. Ísal hefur fullan rétt til að nota verktaka og gera það óspart, hafa alltaf gert það. Það eru sennilega 50-100 verktakar inn á svæðinu hverju sinni.

Það sem ÍSAL er hins vegar að fara fram á er að setja almenn störf sem eru þegar í höndum almennra starfsmanna ÍSAL í verktöku.

Það sem að verkalýðsfélögin geta ekki sætt sig við er að ÍSAL vill ekki að þessi störf sem eiga að fara í verktöku verði á sambærilegum launum og aðrir launþegar eru að fá hjá ÍSAL. Það eru bónusar,ferðapeningar og ýmis fríðindi sem starfsmenn fá þar. Ísal vill heldur setja þessi störf á lágmarkstaxta og það sætta verkalýðsfélögin sig ekki við. Einnig má benda að Ísal getur alltaf sótt um undanþágu fyrir verktöku í almenn störf hjá trúnaðarmönnum ef að nota þarf verktaka í afleysingar eða stærri verk. En það er þó alltaf á þeim forsendum að greidd séu sambærileg laun. Deilan snýst þess vegna um úthýsingu á almennum störfum í verktöku, þar sem greiða á fólki algjör lágmarkskjör.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband