Haftalaus króna.

Íslenska krónan hefur nærfellt aldrei verið haftalaus.  Hún var í höftum á árnum 1918 til 2005 og síðan haftalaus 2005 til 2008 og öll vitum við hvernig það endaði.  Og það er vel líklegt að hún verði aldrei alveg haftalaus aftur.  En það gerir hana þó ekki ónothæfa sem mynt, engan veginn.  Í heiminum eru alls á bilinu 180 til 190 myntir, og innan við fimm þeirra eru alveg haftalausar samkvæmt upplýsingum Seðlabankastjóra.  Höft eru því ekkert til að gera veður út af.  Við skulum ekki fara á límingunum út af þeim.  Það eru nóg vandamál samt.


mbl.is „Aldrei aftur haftalaus króna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sögulega hefur krónan alltaf verið hvað stöðugust í höftum og hvað óstöðugust án þeirra. Þeir sem berjast hvað harðast fyrir afnámi hafta eru því raunverulega að berjast fyrir óstöðugleika.

Illur ræðari kennir árinni, og þá hlýtur það að vera enn verri ræðari sem skemmir árina til þess eins að geta kennt henni um.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2015 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband