Kjarkleysi stjórnarandstöðunnar.

Þarna mæltist Gunnari Braga vel.  Það er með eindæmum hvað stjórnarandstaðan leyfir sér í málflutningi sínum.  

Þeir stóðu aldrei í lappirnar í neinu máli á meðan þeir voru í stjórn, en nú rífa þeir syndugan kjaft yfir öllu sem núverandi stjórn gerir, og brígsla henni um kjarkleysi, einræði, úrræðaleysi og óheiðarleika.  Þetta fólk mætti oftar horfa til eigin stjórnarsetu árin 2009-2013.  

Það var nú ekki alltaf beisið upplitið á þeirri stjórn.  Hana einkenndi oftast kjarkleysi, úrræðaleysi og óheiðarleiki, einkum gagnvart almenningi.  Sú stjórn, sem kenndi sig við norræna velferð, hefði einmitt átt að leiðrétta skuldir heimilanna, sem hún lofaði að slá skjaldborg um.  En reyndist síðan vera sú stjórn sem mestar byrðar vildi leggja á íslenskan almenning.  Og engin stjórn hefur legið eins hundflöt fyrir kröfum útlendinga eins og "norræna velfarðarstjórnin".

Það lán meira að segja svo mikið á þegar nýju bankarnir voru gefnir útlendingum, að það vannst ekki tími til að bera þá ráðstöfun undir alþingi, sem þó var lögskylt að gera.


mbl.is „Hvar er kjarkurinn?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband