13.5.2014 | 15:10
Verkfall flugmanna
Það vekur mér alltaf jafn mikla furðu, þegar verkfallsaðgerðir standa yfir, sérstaklega þegar fámennar og tekjuháar stéttir eiga í hlut, að verkalíðsfélögin eru einu aðilarnir sem virðast mega valda öðrum eins miklu tjóni og þeim sýnist, án þess að skapa sér skaðabótaábyrgð.
Rétt einu sinni hafa atvinnuflugmenn tekið Icelandair í gíslingu, og allan ferðamannaiðnaðinn með, og enginn getur borið hönd fyrir höfuð sér eða krafist skaðabóta úr hendi samtaka flugmanna. Rútufyrirtæki, bílaleigur, hótel og gististaðir, ferðaskrifstofur, matsölustaðir osfrv. osfrv., allir bíða stórtjón, en enginn mun fá það bætt, og enginn er svo mikið sem bótaskyldur. Er þetta eðlilegt í siðuðu samfélagi?
Einn reiður á við hundrað ánægða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.