Úlfur á Wallstreet

Hvernig dettur mönnum í hug að flytja hingað til lands afbrotamann til þess að halda fyrirlestur um sölutækni í verðbréfaviðskiptum?  Lærðum við ekkert af hruninu.  Maðurinn var dæmdur fyrir auðgunarbrot og fjárglæfra og svo ætlum við að selja inná fyrirlestur hans uppi á Íslandi.  Þetta er hreint út sagt ótrúlegt og gengur út yfir allan þjófabálk í bókstaflegri merkingu.
mbl.is Úlfurinn á Wall Street til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Þessi náungi er búinn að gera mörgum ljótu skráveifuna.

Hörður Halldórsson, 3.3.2014 kl. 17:54

2 identicon

Hann sat í fangelsi fyrir brot á hegningarlögum, rétt er það, 22 mánuði. Á hann að vera heima hjá sér og gera ekki neitt? Skárra að hann starfi og þéni peninga, svo hann geti nú greitt fórnarlömbum sínum skaðabætur. Samkvæmt fréttum á hann að greiða helming innkomu sinnar í þessar bætur. Gengur að vísu hægt en hvaða tillögu ert þú með Guðlaugur?

Jón (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 00:37

3 identicon

Hann hér inn í viðbjóðinn í viðskiptasukkinu,takes one to know one

Anna (IP-tala skráð) 4.3.2014 kl. 10:34

4 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Ég er með þá tillögu Jón, að við Íslendingar látum þennan mann alveg eiga sig, hann er siðlaus afbrotamaður, sem ekkert hefur að kenna okkur Íslendingum og ekkert gott getur leitt af.

Guðlaugur Guðmundsson, 13.3.2014 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband