Vegalaus þjóðgarður

Þessi þjóðgarðshugmynd er á margan hátt góð en í umræðuna vantar alveg allt tal um það hvernig fólk á að komast um þennan stærsta þjóðgarð Evrópu.  Um þjóðgarða erlendis liggja vandaðir bílvegir þvers og krus eins og þeir þekkja sem farið hafa um þessa garða bæði í Evrópu og Ameríku. 

Um hálendi Íslands en enn alltof lítið um góða akvegi utan virkjanasvæða, en þar hefur Landsvirkjun lagt góða vegi lagða slitlagi.  Aðrir hálendisvegir eru malarvegir, illfærir mestallt árið ýmist vegna bleitu eða þurrka.  Úr þessu þarf að bæta svo við getum farið að stæra okkur af stærsta þjóðgarði Evrópu.  En úrbætur á þessu sviði munu kosta hundruð milljarða.  Kannski mætti flytja fé úr Bargarlínunni frægu yfir í gerð góðra hálendisvega.


mbl.is Markmiðið að „tefja ferðamenn á för sinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband