Færsluflokkur: Bloggar

Það heitir að neita sök en ekki sekt.

Skelfing er það nú oft pirrandi að lesa allar þessar málvillur í prentuðu máli.  Ekki svo að skilja að ljósvakamiðlarnir sé hótunum betri.


mbl.is Neitar sekt í 48 ára gömlu morðmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hegðun hjólafólks í umferðinni

Ég er bæði hjólamaður og ökumaður í umferðinni.  Það er dálítið til í þessu með hjólafólkið, að það fer ekki alltaf nógu varlega í umferðinni.  En við ökumenn mættum líka stundum vera tillitssamari við hjólreiðafólkið.  Ég vil hins vegar taka fram að ökumönnum hefur farið mikið fram í tillitsseminni við hjólreiðafólk frá því er ég byrjaði að hjóla í kringum 1995.  Þá flautuðu ökumenn miskunnarlaust á hjólafólk, og eitt sinn endaði ég hálfur undir bifreið sem hreinlega keyrði mig niður á gatnamótum.

Ég held því að allt sé þetta á réttri leið, ef við höldum áfram að sýna hvert öðru meiri tillitssemi og förum eftir þeim reglum sem okkur eru settar.  Ökukennari hefur tjáð mér að í samskiptum ökumanna og hjólafólks gildi hægri varúð ef merki eru ekki um annað.  Þar sem hjólastígur sker götu á sá réttinn sem er hinum á hægri hönd.  Ekki flókið.

Ökumenn mættu hins vegar gjarnan hafa það í huga, að það getur oft verið erfiðara fyrir hjólamanninn að sýna tillitsemi heldur en ökumanninn, vegna þess hversu ólíkum farartækjum þeir eru á.  Mín reynsla af tillitssemi ökumanna er hins vegar almennt góð hin síðari ár, eftir að hjólafólki hefur fjölgað, og sífellt fleiri ökumenn eru líka hjólafólk.  Við hjólafólkið mættum sum hver hins vegar bæta okkur, það er alveg rétt.


mbl.is Mikið kvartað undan hjólafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðana- og tjáningarfrelsi - Pía Kjærsgaard

Nú virðast sífellt fleiri í þjóðfélaginu aðhyllast skoðanakúgun og skert tjáningarfrelsi. Þykir þetta jafnvel fínt og kallast gjarnan að “ekki eigi að líða” hinar og þessar skoðanir, sem síðan er lýst nánar og svokallaður “popúlismi” gjarnan nefndur í leiðinni, hvað sem það nú er í huga þessa fólks, því öll stjórnmál eru í raun popúlismi ef út í það er farið.

Á síðustu öld létu tugir milljóna lífið við að berjast fyrir skoðanafrelinu og tjáningarfrelsinu.  Við börðumst við kommúnismann í Sovétríkjunum, nasismann í Þýskalandi, Maóismann í Kína, McCarthyismann í USA og þannig mætti áfram telja. Mikill árangur náðist en mikil barátta er þó víða eftir.

Erum við tilbúin að fórna þessum mikla árangri fyrir einhvern óskilgreindan pólitískan rétttrúnað nútímans, sem líka mætti kalla popúlisma. Erum við þá ekki að varpa fyrir róða því frelsi sem við höfum áður barist fyrir, og sumir fórnað lífinu.

Ég spyr því hvert stefnir þetta góða fólk með málflutningi sínum, t.d. varðandi forseta danska þingsins?  Er í lagi að sýna sumum dónaskap, bara ef okkur líkar ekki við skoðanir þeirra?


mbl.is Danir fjalla um komu Kjærsgaard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókyngreind salerni

Er virkilega svo lítið af pólitískum úrlausnarefnum um þessar mundir, að ókyngreind salerni eru efst á verkefnalistanum?

Það eru gömul sannindi og ný að kvennasalernin hafa um langan aldur verið sá staður sem konur flýja á undan ofbeldi okkar karlanna.  Þetta á ekki síst við í minna þróuðum löndum, og er skemmst að minnast fjölmiðlaumræðu um það efni fyrr á þessu ári.

Þið pólitískt rétttrúuðu; eru þið sannfærð um að þið séuð ekki að svipta konur vissu öryggi með þessari ákvörðun?


Vitleysisgangur eða ekki

Samkvæmt þessari frétt ætlar starfsfólk Landsspítalans að eyða allnokkrum tíma í hvern og einn einstakling, áður en hann fær umbeðnar upplýsingar.  Ef fjöldinn með hið leiða gen er ca. 2.500 og ca 2 klukkustundum er eytt í hvern og einn, þá eru það samtals 5.000 vinnustundir eða ríflega þrjú mannár.  Hvað ætlum við að vera lengi að afgreiða þetta sjálfsagða mál?


mbl.is Telur Heilsuveru heppilegri en Arfgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta heitir nú skarð í vegg en ekki gat í vegg

Ég veit að þetta óskaplegt nöldur en ég gat ekki setið á mér.


mbl.is Gerði risa gat á torfvegg og ók burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hún svarar vel hún Katrín

Ég er ekki pólitískur fylgismaður VG en mikið svarar hún vel því sem að henni er beint, og hún stendur sig vel sem forsætisráðherra.  Það verð ég stundum að viðurkenna.


mbl.is „Við höfum aldrei útilokað gjaldtöku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaréttur á orðum er ekki leyfilegur

Eftir því sem ég best veit er ekki hægt að skrá einkaleyfi á einstökum orðum.  Gott dæmi um það er þegar Mjólkursamsalan ætlaði að skrá einkaleyfi sitt á orðinu skyr, þá var það ekki hægt.  Sama gildir væntanlega um orðin HÚ og HÚH.  Ég er því mjög undrandi á þessum upplýsingum ssem Einkaleyfastofan er hér borin fyrir.

Held þú ættir að athuga þetta nánar með lögfræðing þér til aðstoðar.

 


mbl.is „Dickish behaviour“ að taka þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bætt vinnubrögð í þinginu"

Fyrir síðustu kosningar lofuðu allir flokkar að bæta vinnubrögð þingsins og reyna þannig að auka virðingu þess.  Ætli þessi fáránlega og tilgangslausa vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata á Dómsmálaráðherra eigi að skoðast sem efndir þessara tveggja flokka á nefndu loforði við kjósendur sína.  Og skyldu þessir sömu kjósendur vera ánægðir með framgöngu sinna manna?


mbl.is Ræða vantrauststillögu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bregðast er til kastanna kemur

Ég er nú ansi hræddur um að meirihluti þingmanna muni bregðast þegar til kastanna kemur og þeir þurfa að greiða atkvæði með eða móti frumvarpinu.  Hitt kæmi mér skemmtilega á óvart ef frumvarpið verður samþykkt, og Ísland mundi þannig setja gott fordæmi meðal þjóðanna.


mbl.is Forhúðin er mikilvæg vörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband