Færsluflokkur: Bloggar

Frelsi og örygggi

Getur það nú talist stórmannlegt að sitja uppi á Íslandi og tala af miklu yfirlæti um leit þeirra þjóða að öryggi sem verða nær árlega fyrir stórum hriðjuverkaárásum?  Við Íslendingar höfum ekki misst fólk í hernaðarátökum síðan í nóv. 1944 (Goðafossi sökkt).  Þá voru sennilega ekki fæddir foreldrar Helga Hrafns hvað þá hann sjálfur.  

Að fórna hluta af frelsi netsins er ekki stór fórn í baráttunni við hryðjuverk.  En stjórnleysingjum finnst það ef til vill, einkum ef þeir búa sjálfir við nær fullkomið öryggi..


mbl.is Eiga hvorki frelsi né öryggi skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bjarga íslenskunni

Því fé er öllu kastað á glæ, sem eytt er í að reyna að bjarga íslenskunni.  Henni verður ekki bjargað fremur en tugum annarra örtungumála, sem eru annað hvort þegar útdauðar eða eru um það bil að verða það.  Sú spurning hvarflar að manni í seinni tíð, hvort ekki verður því friðvænlegra í heiminum sem þar eru töluð færri tungumál?


mbl.is Hafa áhyggjur af íslenskunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk tunga á stutt eftir

Það er vafalítið rétt, að íslensk tunga á stutt eftir, og það er mikið vafamál hvort eyða á fjármunum í að lengja dauðastríð hennar umfram það sem tæknibyltingin veitir.  Endirinn er auðsær öllu skinsömu fólki.  Það breytir í raun engu fyrir okkur sem þjóð hvaða mál við tölum, og nágrtannaþjóðir okkar stunda fæstar einhverja málverndar- eða málhreynsunarstefnu.


mbl.is Íslensk tunga á stutt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Pírati

Mikið er nú gott að heyra að Helgi skuli treysta sér til að leysa hryðjuverkavandann með blíðmælginni einni saman.  Í annan tíma hefur hann nú ekki alltaf verið svo blíðmáll um menn og málefni.


mbl.is Hættulegur barnaskapur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biggi lögga

Ég verð að viðurkenna að ég er í lööum atriðum sammála Bigga löggu.  Verði hann rekinn úr lögreglunni er eitthvað mikið að hjá því embætti.  Lögreglumönnum hlýtur að vera heimilt að tjá sig ein og hverjir aðrir siðaðir menn.  Biggi er einfaldlega að lýsa því yfir að hann sé lögreglumaður með eðlilega siðferðiskennd.  Sveinn Andri er auðvitað ómerkingur í þessu máli eins og flestum öðrum.


mbl.is Vill láta reka Bigga löggu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhreinskilin umræða

Málflutningur Birgittu er lýsandi dæmi um það hvernig pólitískir rétttrúnaðarsinnar reyna alltaf að hindra hreinskilna umræðu, jafnvel um hin alvarlegustu úrlausnarefni samtímans.  

Þessum rétttrúnaðarrembingi þarf að linna þannig að fólk geti tjáð sig opinskátt án þess að eiga yfir höfði sér pólitískar nornaveiðar. Þær tilheyra miðöldum, en sumir virðast vilja hverfa inn í myrkur þeirra aftur, þegar kemur að hreinskilinni umræðu um vandamál tuttugustu og fyrstu aldarinnar. 

Sumt af þessu fólki virðist raunar halda að það hafi einkaleyfi á hreinskilinni umræðu þegar svo ber undir,  og kallar þá gjarnan pólitíska andstæðinga sína öllum illum nöfnum, og finnst ekkert sjálfsagðara. Skinhelgin lifir því góðu lífi í sálum þessa fólks í fullri sátt við tvöfalt siðgæði og fleiri góða eiginleika. 


mbl.is Ráðherra tjái sig varlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Grey" dæmt í fangelsi

Já, það er umhugsunarefni þegar burðardýr í fíkniefnamálum eru farin að fá þyngri dóma en fólk fær fyrir manndráp af gáleysi.  Það ætti að vera orðið flestum ljóst, og þá ekki síst dómurum þessa lands, að þungir dómar eru ekki leiðin út úr fíkniefnavandanum.  Við getum líka velt því fyrir okkur í þessu tiltekna máli, hvort dómurinn hefði orðið jafn langur ef íslendingur hefði átt í hlut.

Við höfum stundum hneikslast á þungum dómum í fíkniefnamálum í sumum Asíulöndum og Indónesíu, en nú erum við komin yfir í þetta sjálf, og hvað er áunnið?  Aukinn kostnaður við rekstur fangelsa vegna sívaxandi fjölda langtímafanga.

Það er sorgleg þróun mála.  


mbl.is „Grey“ dæmt í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samviskufrelsi presta

Þetta er góð hugmynd hjá Brynjari.  Taka þennan beiska kaleik frá trúmönnum. 


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnréttið í stjórnarskránni

Það er nokkuð ljóst af þessu máli hvar mestu karlrembusvínin liggja í fleti fyrir, þau eru á meðal karlkyns lögmanna.  Verðugt umhugsunarefni fyrir þá.


mbl.is Bókstafstúlkun gegn stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haftalaus króna.

Íslenska krónan hefur nærfellt aldrei verið haftalaus.  Hún var í höftum á árnum 1918 til 2005 og síðan haftalaus 2005 til 2008 og öll vitum við hvernig það endaði.  Og það er vel líklegt að hún verði aldrei alveg haftalaus aftur.  En það gerir hana þó ekki ónothæfa sem mynt, engan veginn.  Í heiminum eru alls á bilinu 180 til 190 myntir, og innan við fimm þeirra eru alveg haftalausar samkvæmt upplýsingum Seðlabankastjóra.  Höft eru því ekkert til að gera veður út af.  Við skulum ekki fara á límingunum út af þeim.  Það eru nóg vandamál samt.


mbl.is „Aldrei aftur haftalaus króna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband