Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2023 | 23:00
Reiði hinna alvitru
Það mmættu fleiri hugsa á sama veg og Brynjar. Stundum finnst manni að hvorki sé lengur skoðana- eða málfrelsi í landinu. Og fólk talar hiklaust um rangar og réttar skoðanir.
Pirrar mig einna mest þegar frægt fólk ætlar að slá um sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2022 | 23:15
Aron og landsliðið
Hér er gert ráð fyrir að þolendur segi alltaf satt en gerendur ósatt. Er það rökrétt? Jú kannski í félagsskap sem kallar sig ÖFGAR. Það er ekki tilviljun að öll siðuð samfélög hafa sjálfstæða dómstóla. Reynslan af dómstóli götunnar er nefninlega ekki góð.
Valið á Aroni Einari harðlega gagnrýnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2022 | 09:29
Hjálpartæki
Hvað með orðin handpjalla og handrokkur eða fimmbogi.
Vill kasta rúnkmúffunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2022 | 15:57
Burt með skerðingarnar
Nú er ég alveg sammála Lilju. Skerðingarnar eru bæði óréttlátar og órökréttar aðgerðir, sem gera ekki annað en draga úr hagvexti og auka skort á vinnuafli.
Vill afnema skerðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2022 | 22:45
Hækkun fasteignaverðs
Er Una ekki að gleyma einum veigamesta þættinum; viðvarandi og stórkostlegum skorti á lóðaframboði í Reykjavík?
Hvers vegna hækkaði fasteignaverð mest á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2022 | 22:46
Hinar heilögu kýr, fjölmiðlafólkið.
Loksins,loksins koma nokkur orð af af fullri dómgreind og skynsemi um fjölmiðlafólkið okkar, sem virðist alltaf telja sig lifa undir allt öðrum lögum og reglum en við hin, og misbeita valdi sínu þegar því sýnist, sjálfu sér í hag, en okkur hinum í óhag, þegar því verður við komið.
En auðvitað geta þessi vinnubrögð snúist í höndum fjölmiðlanna þegar menn með óbrjálaða dómgreind taka sig til og útskýra þessi fáránlegu vinnubrögð. Við eigum nóg af fólki með góða dómgreind, en þeir eru offáir sem leggja í að taka leðjuslaginn við fjölmiðla, þegar ruglið keyrir úr öllu hófi. En þarna þorði Bjarni að stíga fram.
Bjarni átelur vinnubrögð fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2022 | 22:26
Refsigleði okkar mannfólksins
Það er auðvelt að vera refsiglaður á netinu, þegar maður þarf ekki að horfast í augu við þann seka. Þessi maður á eiginkonu og börn. Á að refsa þeim líka?
Kattarsparkið alvarlegra en kynþáttahatur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2022 | 11:16
Góðmennskan
Horfandi á mynd þessara feðga, þá skín af þeim góðmennska og húmor.
Þróa tölvuleik gegn þunglyndi og kvíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2021 | 10:17
Lausaganga katta
Ég er fæddur og uppalinn í sveit. Þar voru yfirleitt kéttir yfir veturinn til að halda niðri músagangi, en þeim oft lóað að vori til að hlífa fuglalífi. Þetta þætti vafalaust grimmilegt í dag, og ég mæli ekki með þessu, en þarna var fuglalífið tekið fram yfir líf kattarins.
Ég er mikill kattavinur og þeir laðast oftar mér, en ég er með kattaofnæmi, því miður, annars mundi ég halda kött, og við værum örugglega miklir vinir. En hann fengi ekki að ganga laus utan dyra og stunda fuglaveiðar, því ég er engu minni fuglavinur.
Ég er því mjög eindreginn andstæðingur lausagöngu katta í þéttbýli.
Aðrar reglur um ketti en önnur dýr í þéttbýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2021 | 10:14
Kvartanir aldrei viðurkenndar
Það er löngu þekkt að núverandi meirihluti í Borginni viðurkennir alddrei að þeim berist kvartanir frá borgarbúum út af einu eða neinu.
Sundhöllin er gott dæmi um þetta. Íbúarnir einfaldlega vita að kvartanir hafa ekkert upp á sig og þess vegna kvarta fáir.
Annað dæmi um þetta er að engir rampar voru settir upp þegar Hverfisgatan var endurgerð fyrir nokkrum árum. Verslunareigendur sem fóru fram á að setja rampa við innganginn að sínum verslunum fengu undantekningarlaust synjum á einni eða annarri forsendu.
Þegar svo einkaaðili (fatlaður) kom með fé til helminga á móti Borginni til þess að byggja rampa, þá var allt í einu hægt að setja upp rampa við nánast alla innganga í fyrirtæki í eldri hluta borgarinnar. Það mátti meira að segja setja upp ramp við tröppur, sem búið var að setja eigandanum að væru friðaðar sakir aldurs.
Svona er nú stjórnsýslan í Höfuðborginni okkar. Hún er okkur ekki til sóma. En það breytist ekki fyrr en við kjósendur gerum eitthvað í málinu.
Margar konur hafa lýst yfir óánægju sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)