Auðvitað eru þeir þakklátir

Það er vafalaust rétt að þessir menn séu þakklátir.  En sennilega ekki fyrir að fá þetta tækifæri til að hugsa sinn gang í fangelsi, heldur fyrir það að vera þrátt fyrir allt á lífi.


mbl.is Birta myndband af lifandi látnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfilegur hámarkshraði á þjóðvegum Íslands

Undanfarin 30 ár hef ég ekið töluvert erlendis, líkt á við um þúsundir annarra íslendinga. Mest hef ég ekið á Spáni, í USA og Kanada nú síðustu árin.

Á Spáni er hámarkshraði á góðum vegum utan hraðbrauta ekki nema 80 km/klst eða lægri. Þessir vegir eru almennt miklu betri en hringvegurinn okkar, oft með tvær akreinar í hvora átt og vegrið á milli.  Sbr. Reykjanesbrautin hjá okkur.

Á hraðbrautum á Spáni er hraðinn 120 km/klst eða lægri.  Þetta er svipað í öðrum löndum Evrópu.

Miðað við ástand vega hér á landi; breidd vega í lágmarki, ein akrein í hvora átt, ekki vegrið á milli akstursstefna og oft á tíðum djúp hjólför eftir mikla naglanotkun.  Öll þessi atriði lúta að því að hámarkshraði hér skuli lækkaður í 80 km/klst og jafnvel minna, eftir aðstæðum á hverjum stað.  

Þessi breyting mundi fækka slæmum slysum, draga úr sliti vega og minnka kostnað í heilsugæslunni við umönnun og endurhæfingu slasaðra. 

Er hægt að hafna þessum staðreyndum?


mbl.is Leggja frekar til lækkun hámarkshraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærð mannkyns ein aðalástæða loftlagsbreytinga

Ýmsir sérfræðingar í loftslagsbreytingum og mengun af mannavöldum hafa um langt skeið bent á að síaukinn mannfjöldi á jörðinni sé langstæðsta ástæðan fyrir stjórnlausri sívaxandi mengun  

Við ættum því að fagna Fækkandi fæðingum.  Hafi það erfiðar efnahagslegar afleiðingar verðum við bara að taka á þeim þegar þar að kemur. 


mbl.is Makalaus fækkun fæðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutleysi í ásýnd

Nú verð ég að leggjast á sveif með Ólafi Ólafssyni. Vilhjálmur H Vilhjálmsson landsréttardómari getur engan vegin talist hlutlaus í ásýnd í þessu máli gegn Ólafi. Mér finnst oft eins og hugtakið “hlutleysi í ásýnd” vefjist um of fyrir íslenskum dómurum, og kannski okkur Íslendingum yfirleitt.  Það er eins og mönnum finnist þeir setja ofan ef þeir játast undir hugtakið. 


mbl.is Venslatengsl valdi ekki vanhæfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá rak á land!

Af hverju rak þá á land?  Voru þeir skipreika á brettum sínum, eða kannski dauðir?  Hér hlýtur að vera farið rangt með eitthvað, annað hvort staðreyndir eða tungimálið.


mbl.is Hrekkjavaka á hafi úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvenjuleg jákvæðni

Það er ótrúlega gaman og í raun einstakt að lesa um sjónarmið Halldórs um þetta mesta vandamál mannkynsins fyrr og síðar. Mér hefur alltaf leiðst að lesa þau öfgakenndu skrif þeirra einstaklinga sem mest heyrist í um loftlagsmál. Skiptir þá ekki máli á hvort borðið þeir róa.  

Halldór Þorgeirsson kann hins vegar að fylkja fólki að baki sér til baráttu fyrir góðum málstað.  Vonandi bera stjórnvöld hér gæfu til að nýta sér hans góðu starfskrafta og jákvæða hugarfar í því starfi sem framundan er í málaflokknum loftlagsmál, sem í mínum huga snýst raunar um umhverfismál almennt, en ekki bara loftslagsmál, eins og Halldór kemur réttilega inná.

Hann bendir okkur réttilega á hvernig starf genginna kynslóða Íslendinga, sem höfðu kjark og framsýni til að hefja virkjun vatnsafls og jarðhita, upphaflega til að spara kaup á innfluttu jarðefnaeldsneyti. En þetta kemur okkur til góða í dag þegar rætt er um hvað við höfum þegar gert í loftslagsmálum.


mbl.is 12 ár stuttur tími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helga Vala og Dagur

Helga Vala hagar sér eins og læknir í verkfalli, skýlir meirihlutanum á bak við sjúkling sinn.  Ekki stórmannlegt.


mbl.is „Svei þér Eyþór Arnalds“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé til vegamála

Ein leiðin væri sú að það fé sem nú er með sérlögum aflað til vegamála verði árlega látið að fullu renna til vegamála, í stað þess að láta það sífellt renna til annarra málaflokka með ákvæðum í fjárlögum.  Þetta flokkast undir pólitískt siðleysi, en hefur viðgengist hér á landi í áratugi.


mbl.is Skorar á andstæðinga veggjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís lætur ekki að sér hæða

Hvað munar Svandísi um eina atvinnugrein. Þessar rafrettur draga líka úr kostnaði innan heilbrigðiskerfisins, og ekki viljum við það,  eða hvað?


mbl.is Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Katrín hefur engan svikið

Það er illa sagt um Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi svikið kjósendur sína.  Hún sýndi mikinn kjark við myndun núverandi ríkisstjórnar, og hefur alla burði til að verða einn af okkar bestu forsætisráðherrum fyrr og síðar.  Hún er okkur til sóma hvar sem hún kemur og það er allsstaðar á hana hlustað.


mbl.is Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband