Það ljóta við þjóðfélagsmiðlana

Þetta er það ljóta við samfélagsmiðlana.  Þar geta allir hraunað yfir alla og eyðilagt mannorð fólks, án nokkurrar ábyrgðar á eigin orðum. 

Það er eins og sumt fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir hvað það er í raun og veru að segja, þegar það tjáir sig á samfélagsmiðlunum. Það lætir út úr sér orð og tjáir skoðanir sem það mundi aldrei voga sér að segja beint framan í viðkomandi persónu eða persónur.

Stundum dettur manni i hug að þetta fólk búi við hálfgert andlegt gjaldþrot eða búi við svo mikla innibyrgða reiði sem það lætur vaða yfir annað fólk oft af litlu sem engu tilefni.  Og því virðist vera alveg sama þótt það særi tilfinningar annarra, jafnveg barna og unglinga ef því er að skipta.

Þetta er ljótur leikur og ætti aldrei að eiga sér stað.


mbl.is Nadía Sif er komin með nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband