Einkaréttur á orðum er ekki leyfilegur

Eftir því sem ég best veit er ekki hægt að skrá einkaleyfi á einstökum orðum.  Gott dæmi um það er þegar Mjólkursamsalan ætlaði að skrá einkaleyfi sitt á orðinu skyr, þá var það ekki hægt.  Sama gildir væntanlega um orðin HÚ og HÚH.  Ég er því mjög undrandi á þessum upplýsingum ssem Einkaleyfastofan er hér borin fyrir.

Held þú ættir að athuga þetta nánar með lögfræðing þér til aðstoðar.

 


mbl.is „Dickish behaviour“ að taka þetta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bætt vinnubrögð í þinginu"

Fyrir síðustu kosningar lofuðu allir flokkar að bæta vinnubrögð þingsins og reyna þannig að auka virðingu þess.  Ætli þessi fáránlega og tilgangslausa vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata á Dómsmálaráðherra eigi að skoðast sem efndir þessara tveggja flokka á nefndu loforði við kjósendur sína.  Og skyldu þessir sömu kjósendur vera ánægðir með framgöngu sinna manna?


mbl.is Ræða vantrauststillögu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bregðast er til kastanna kemur

Ég er nú ansi hræddur um að meirihluti þingmanna muni bregðast þegar til kastanna kemur og þeir þurfa að greiða atkvæði með eða móti frumvarpinu.  Hitt kæmi mér skemmtilega á óvart ef frumvarpið verður samþykkt, og Ísland mundi þannig setja gott fordæmi meðal þjóðanna.


mbl.is Forhúðin er mikilvæg vörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband