Skipun dómara í landsrétt.

Síðustu tvo áratugi eða svo hefur verið vaxandi tilhneyging í stjórnkerfi hins opinbera, að auka vald embættismanna og takmarka um leið hið pólitíska vald ráðherra og annarra líðræðislega kjörinna fulltrúa kjósenda.

Nýjasta dæmið er skipun dómara í landsrétt.  Þar virðast heimildir ráðherra mjög takmarkaðar, og það svo að ráðherra virðist varla heimilt að leggja í dóm þingsins aðra tillögu en þá sem kom frá hæfismatsnefndinni.

Þetta þýðir í raun að meira að segja alþingi er ekki heimilt að taka fram fyrir hendur þessarar nefndar, sem aldrei verður gerð ábyrg fyrir gerðum sínum, hvorki nefndin í heild né einstakir meðlimir hennar.

Þetta er hættuleg þróun, sem dregur úr hinu valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa, og kann að vera ein ástæða þess, að ungt fólk tekur í sífellt minni mæli þátt á lýðræðislegum kosningum.  Pólitískir fulltrúar hafa sífellt minni völd, sem sem í æríkari mæli eru færð til embættismanna.

Þetta er gjarnan rökstutt með því að hið pólitíska vald sé svo spillt, og því sé betra að hafa valdið hjá embættismönnunum.  En höldum við í alvöru að embættismennirnir séu minni spilltir en stjórnmálamennirnir?  Hversu mikil börn getum við verið?


mbl.is „Ráðherrann ber ábyrgðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Góðir punktar hjá þér, það er merkilegt hve stjórnmálafólk virðist sætta sig við það að völdin leki jafnt og þétt til embættismannkerfisins sem er svo gjörspillt og nánast ósnertanlegt og þarf sjaldnast að gjalda nokkrum skil gerða sinna, það er tímabært að þingfólk vakni og taki slaginn við þetta kerfi og færi völdin skilyrðislaust til alþingis. Þetta er kannski ástæða þess að allnokkrir vilja færa völdin í auknu mæli til fólksins í gegnum þjóðarathvæaðagreiðslur, það er orðið slæmt þegar fulltrúar okkar á þingi endurspegla ekki vilja okkar heldur framselja til embættismanna.

Hrossabrestur, 31.5.2017 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband