Okkar ótrúlegu vextir

Ekki eykst nú traust manns á Seðlabankanum og peningastefnunefnd við það að hlusta á Þórarinn. Vextir á Íslandi hafa verið mislangt fyrir ofan vexti í öðrum Evrópulöndum um áratuga skeið.  Einföld rök Þórarins ganga ekki upp á öllu því langa tímabili.  Efnahagssveiflur hafa gengið yfir þessi lönd líkt og hjá okkur.  Þær sveiflur hafa stundum gengið yfir hér á sama tíma og stundum ekki. Þórarinn talar því við okkur líkt og við værum börn, sem ekki sé vert að þreyta með flóknum kenningum þeirra sem einir vita.  Ég hygg að flestir af okkar yngri hagfræðingum séu Þórarni ósammála.  En hvernig sem í því liggur, þá hafa háir stýrivextir hjá okkur aldrei haft hemjandi áhrif á eftirspurn í hagkerfinu.  Þeir hafa hins vegar alltaf valdið aukinni verðbólgu. Ég held því að ekki mundi saka fyrir Seðlabankann að prófa að beita aukinni bindiskyldu í stað hárra stýrivaxta, svona einu sinni, og sjá hvað gerist. 


mbl.is Hvers vegna eru vextir hærri hér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst háir vextir hafa alltaf valdið aukinni verðbólgu þá segir lág verðbólga síðustu ára okkur það að vextir séu ekki háir. Væru vextir háir þá ætti verðbólgan að endurspegla það. Haldi rök þín vatni þá hlýtur það að vera mikill misskilningur, miðað við áhrif hárra vaxta á verðbólguna, að vextir séu háir.

Espolin (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband