Frjálshyggjan og Píratar

Ég er nú sjaldan sammála Birgittu Jónsdóttur.  En nú gerðis það.  Það þarf að verjast hreinum frjálshyggjumönnum hvar sem þeir birtast.  Það sannaðist best í einkavæðingu bankanna á sínum tíma og hruni þeirra fáeinum árum síðar.  Það var frjálshyggja í sinni tærustu mynd. Gerist ekki betri.


mbl.is Vill frjálshyggjumenn úr Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Frjálshyggjan flaug ekki yfir vötnum fyrir hrun, neitt svo ég muni.  Það voru klíkur þá líka, man ekki betur.  Sömu klíkurnar, meira að segja.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2016 kl. 15:49

2 identicon

Meint spillingarmál Landsbankans benda ekki til að ríkisbankar séu neitt betri að höndla með eignir en hinir einkavæddu!

Píratar eru að grunni til stofnaðir utan um þá anarkista hugmynd að þurfa ekki að lúta stjórnvöldum hvað varðar höfundarrétt. Ekki víðsfjarri hugmyndum frjálshyggjumanna.

Íslensku Píratarnir hafa bitið í sig hugmyndir ýmissa um aukið og beint lýðræði.  Slíkt hefur setið misvel í vinstri mönnum þegar á reynir enda ekki hrifnir af því að fá ekki að hugsa fyrir lýðinn.  Frjálshyggjumenn vilja gjarnan að fólk kjósi beint með pyngjunni en eru á móti stjórnlyndi svo þarna er jafnvel annar snertipunktur. 

Megin hugmyndir frjálshyggjumanna eru að stjórnvöld eigi að gera sem minnst en Píratar hafa ákaflega lítið gefið upp um hvað þeir vilji sjálfir gera komist þeir til valda af því má draga þá ályktun að þeir ætli að gera sem minnst.(Jú reyndar afnema innflutningshömlur á matvælum) Þar er kominn þriðji snertiflöturinn við frjálshyggjuna. 

Það er kannski bara kominn tími til að Píratar opinberi sig sem frjálshyggjuflokk eða gefi upp laumuskoðanair ella!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skoðanir Birgittu eru ekki skoðanir allra Pírata.

Hún hefur rétt á sínum persónulegu skoðunum eins og allir.

Svo er það reginmisskilningur að einkavæðing bankanna og starfsemi þeirra hafi haft neitt með frjálshyggju að gera, heldur var þvert á móti staðið að henni með eins ófrjálsum hætti og hugsast getur.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 18:30

4 identicon

Sæll.

Tek undir með GÁ.

Ansi margir nota orðið frjálshyggja án þess að skilja að þetta hugtek hefur ákveðna merkingu og sleppa því síðan að kynna sér hana :-(

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 20:01

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frjálshyggja hefur aldrei verið ríkjandi fyrirkomulag hér á landi.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2016 kl. 20:03

6 identicon

Hefur frjálshyggja náð því að verða ríkjandi fyrirkomulag nokkurs staðar?

Ekki fremur en að kommúnsiminn hafi nokkurs staðar náð að komast á fullnaðarstigið!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.1.2016 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband