Skipun dómara í landsrétt.

Síðustu tvo áratugi eða svo hefur verið vaxandi tilhneyging í stjórnkerfi hins opinbera, að auka vald embættismanna og takmarka um leið hið pólitíska vald ráðherra og annarra líðræðislega kjörinna fulltrúa kjósenda.

Nýjasta dæmið er skipun dómara í landsrétt.  Þar virðast heimildir ráðherra mjög takmarkaðar, og það svo að ráðherra virðist varla heimilt að leggja í dóm þingsins aðra tillögu en þá sem kom frá hæfismatsnefndinni.

Þetta þýðir í raun að meira að segja alþingi er ekki heimilt að taka fram fyrir hendur þessarar nefndar, sem aldrei verður gerð ábyrg fyrir gerðum sínum, hvorki nefndin í heild né einstakir meðlimir hennar.

Þetta er hættuleg þróun, sem dregur úr hinu valdi lýðræðislega kjörinna fulltrúa, og kann að vera ein ástæða þess, að ungt fólk tekur í sífellt minni mæli þátt á lýðræðislegum kosningum.  Pólitískir fulltrúar hafa sífellt minni völd, sem sem í æríkari mæli eru færð til embættismanna.

Þetta er gjarnan rökstutt með því að hið pólitíska vald sé svo spillt, og því sé betra að hafa valdið hjá embættismönnunum.  En höldum við í alvöru að embættismennirnir séu minni spilltir en stjórnmálamennirnir?  Hversu mikil börn getum við verið?


mbl.is „Ráðherrann ber ábyrgðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neytendasamtökin

Ber ekki framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna að virða og halda trúnað um það sem gerist á fundum stjórnar samtakanna?  Eða þekkir hann kannski ekki hugtakið?


mbl.is Ólafur birtir fundargerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarlínan - hrein geðveiki

Er fólk í alvörunni að tala um borgarlínu, samgöngumannvirki sem kostað gæti 150 milljarða. Það er tæplega hálf milljón á hvert einasta mannsbarn í landinu, tvær milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Halló,  hversu mikið mætti ekki bæta núverandi samgöngukerfi fyrir fjórðung þessarar fjárhæðar.

Þetta er ótrúleg pólitísk fyrring, og líklega heimsmet í mikilmennskubrjálæði.


mbl.is Skoða aukagjöld á bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

áfengislöggjöfin

Það er ótrúlegt hvað stuttbugsnahreyfing sfálfstæðisflokksins endist til að verða sjálfri sér og flokknum öllum til minkunar á hverju einasta ári vegna áfengislöggjafarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill þó alls ekki breyta.  

Furðuleg þráhyggja þessa unga fólks.


mbl.is Vín fari ekki í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýklalyfjaónæmi eykst

Sífelld aukning sýklalyfjaónæmis er ekki síst vegna óheftrar notkunar sýklalyfja í landbúnaði, einkum kjötframleiðslu.  Nauðgripum, svínum, kjúklingum og kalkúnum er gefið fóður sem sýklalyfjum er blandað í, þannig að þessar skepnur eru allan eldistímann fóðraðar á sýklalyfjablönduðu fóðri.  Þetta er gert til að hraða vexti gripanna. Afleiðingin er síðan að allt kjöt sem við neytum er mengað sýklalyfjum.

Þanig eru sýklalyfin komin inn í fæðukeðjuna og valda því að við erum í raun aldrei alveg án sýklalyfja í blóði, og æfleiri bakteríur mynda ónæmi fyrir lyfjunum. 

Læknum verður því aðeins að litlu leiti kennt um þessa þróun.


mbl.is Sýklalyfjaónæmi mun líklega aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi og skoðanafrelsi

Er ekki rétt að leyfa fólki að hafa sínar skoðanir, og leyfa því að tjá þær í jafnt töluðu sem rituðu máli.  Þeir sem óttast Islam eiga ekki í neinum vandræðum með að færa rök fyrir þeim skoðunum sínum,  

Þannig er nú einfaldlega framkoma Islamskra hriðjuverkahópa, að hún vekur ótta.  Islamstrúarfólk gerði vel í að muna það og sýna þeim skilning sem óttast Islam.


mbl.is Sorglegt að fá svona mann til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband