Krónan ekki heppileg

Það er dapurlegt að heyra ráðamenn hallmæla krónunni, þegar nær öllum hagfræðingum, sérílagi erlendum, ber saman um að einmitt krónan hafi bjargað okkur í gegnum hrunið.

Það er hagstjórnin sem hefur brugðist og leyft gengi krónunnar að hækka sífellt undanfarin misseri, og kenna um of miklu innstreymi gjaldeyris í ferðamannaiðnaðinum.  Hvernig fara þær þjóðir að sem áratugum saman hafa innstreymi gjaldeyris langt um fram útstreymi.  Má þar nefna Norðmenn dæmi.  Olíuiðnaður þeirra hefur skapað gríðarlegt innstreymi gjaldeyris áratugum saman þannig að norska þjóðin er nú með auðugri þjóðum heims.  Þeir hafa ráðið við þetta hagstjórnarvandamál mjög auðveldlega.  Þeir láta Olíusjóðinn svokallaða kaupa allan umfram gjaldeyri, sem síðan er alfarið fjárfestur erlendis, en ekki innlands í Noregi.  Þetta er nú ekki neitt voðalega flókið þegar allt er skoðað.  Við gætum auðveldlega notað saman ráð.

 


mbl.is Krónan ekki heppileg til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ládeyða án fordæma

Það þarf engan að undra þessa ládeyðu þegar haft er í huga hver er forstöðumaður skipulagsstjórnar borgarinnar.  Hann vill engri lóð úthluta nema það sé liður í þéttingu byggðar.  Engum lóðum er úthlutað í úthverfum og hefur svo verið frá því fyrir hrun.  


mbl.is Ládeyða án fordæma á lýðveldistímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband